Forsíða

Innskráning

Nýskráning

Fréttir

 • Hátíðarfundur 2. mars 2019

  Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var hann færður upp á fjórðu hæð í glæsilegan sal með útsýni nánast allan hringinn. Meðal skemmtiatriða var söngur Ekkókórsins, sem einnig minntist látins formanns, Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur sem lést í fyrri viku, og söng kórinn fallegt lag í minningu hennar.

  Þá var Hundur í óskilum á svæðinu og heillaði fundargesti með list sinni, sem er sérstæð og óvenjuleg, en alltaf skemmtileg..

  Ýmislegt fleira smálegt var á dagskránni og mjög góðar veitingar. Almennt virtust gestir afar ánægðir með þennan fund og viðurgjörning þar.

  Myndir: Halldór Þórðarson

  Lesið 19 sinnum
 • Gangan 4. mars

  Gengið var frá Húsasmiðjunni inn yfir Elliðaárnar og umhverfis Geirsnef. Jafnframt var tekið út nýtt hverfi sem er að rísa í Vogabyggð.

  Mæting var góð og endað í bollukaffi í Húsasmiðjunni.

  Myndir: Pétur Bjarnason

  Lesið 22 sinnum
 • Gangan 18. febrúar

  12 voru mættir. Gengið var frá Ikea upp á Urriðaholtið, að nýbyggða skólanum sem er efst á holtinu.

  Hittum þar hönnuði skólans sem greindu frá áformum um viðbætur við skólann en hann er aðeins hálfbyggður. Eftir er að byggja álmur fyrir eldri nemendur, sundlaug og íþróttahús.

  Síðan var gengið niður að Ikea aftur og sumir fengu sér hressingu í kaffihúsi Ikea 

  Myndir: Halldór Þórðarson

  Lesið 21 sinnum
 • Gangan 11. febrúar
  Gangan 11. febrúar

  Mánudagsganga FKE var um Fossvoginn 11.02.2019, í snjófjúki fyrst og síðan slyddu en ágætu göngufæri.

  Formaður Víkings átti leið hjá og  tók þessa fínu mynd af hópnum.

  Svo var kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri.

  Lesið 34 sinnum
 • Gangan 4. febrúar 2019

  Gönguhópur FKE hittist í dag 4. febrúar við Umferðamiðstöðina. Mættir voru fimmtán göngugarpar. Gengið var um Hljómskálagarðinn, umhverfis Tjörnina og aðeins kíkt á nýjustu byggingarframkvæmdir í miðbænum, en ekki varð vart við merkjanlega hrifningu í hópnum af áferð mannvirkjanna. á milli Hafnarstætis og Geirsgötu.

  Myndir: Halldór Þórðarson

  Lesið 36 sinnum

Viðburðir

Vetrarstarfið hafið

Vetrarstarfið hafið

Viðburðir

Félags- og fræðslufundur verður á Grand Hótel 6. október kl. 13:30.Þar verður dagskrá vetrarins kynnt, sagt og sýnt frá ferðum…

Lesa meira...
Gönguferðir

Gönguferðir

Viðburðir

Fyrsta ganga var mánudaginn 1. okt. kl. 13:30. Ákveðið hefur verið að ganga einu sinni í viku, ca. klukkutíma í senn…

Lesa meira...
Félagsvist og bridds í vetur

Félagsvist og bridds í vetur

Viðburðir

Við höfum leigt sal á annarri hæð í skátaheimilinu Vífilsfelli (Jötunheimar)í Garðabæ. Húsið er við Bæjarbraut. Frá Hafnarfjarðarvegi er ekið…

Lesa meira...
Þórsmerkurferð 18. júlí

Þórsmerkurferð 18. júlí

Þórsmerkurferð 18. júlí. Brottför í Þórsmerkurferð 18. júlí er frá bílaplani við Olísstöðina í Norðlingaholti (við Rauðavatn), en ekki frá BSÍ, vegna þrengsla þar.…

Lesa meira...
Fundargerð aðalfundar FKE 2017

Fundargerð aðalfundar FKE 2017

Aðalfundir

Fundargerð aðalfundar FKE 2017Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík að lokinni dagskrá á hefðbundnum…

Lesa meira...

Á döfinni

 • Hátíðarfundur 2. mars

  Stjórn FKE minnir á hátíðarfundinn á Grand hótel 2. mars kl. 13:00 stundvíslega. Ath.: Þetta er hálftíma fyrr en venjulega vegna matarins, en það verður vel útilátinn brunch að hætti Grand.

  Verð kr. 3.000

  Meðal skemmtiatriða verður Ekkókórinn með glænýja og skemmtilega söngskrá og Hundur í óskilum skemmtir okkur með sínum hætti og léttir okkur lundina. Svo er aldrei að vita hvað ber til annað.

  Skráið þátttöku með netpósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að tryggja ykkur pláss, helst fyrir 25. þ.m. eða hafið samband við stjórnarmenn FKE.

  Stjórn FKE.

   

  Lesið 17 sinnum
 • Grandfundur laugardaginn 2. febrúar

  Næsta laugardag, 2. febrúar verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði og hefst kl. 13:30

  Spiluð verður félagsvist og Grandveisla á eftir með kaffi og  góðu meðlæti.

  Pétur Bjarnason, formaður FKE verður með innlegg eftir kaffið þar sem hann segir frá arnfirskum alþýðufræðimanni, Ingivaldi Nikulássyni og nokkrum af verkum hans.

  Verðið er það sama og fyrr, kr. 2.000.

  Mætum vel og skemmtum okkur saman.

  Stjórn FKE.

  Lesið 29 sinnum
 • Grandfundur FKE á laugardag

  Stjórn FKE sendir félögum sínar bestu nýársóskir með þökk fyrir liðið ár.

  Næsta laugardag, 5. janúar, verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði að nýju.

  Spiluð verður félagsvist og hin flotta stórveisla Grand þar á eftir með kaffi og kruðiríi.

   Kristján Gíslason, sem einnig hefur verið nefndur „Hringfarinn“, mun segja frá ferð sinni umhverfis hnöttinn og sýna jafnframt myndir frá ferðinni.

  Verðið er það sama og verið hefur frá árinu 2016, kr. 2.000.

  Það er stjórn FKE ánægjuefni að bjóða upp á þessa fundi að nýju eftir tilraunaverkefni haustsins, þar sem reynt var að koma til móts við vilja félagsmanna.

  Ef félagsmenn vita af öðrum sem ekki eru nettengdir þá vinsamlegast látið vita af fundinum.

  Mætum vel og skemmtum okkur saman á nýbyrjuðu ári.

  Stjórn FKE

  Lesið 56 sinnum
 • Breytingar á dagskránni í vetur

  Frá stjórn FKE.

  vist 01Bridge 7. 21. 11.
  Fyrri myndin er frá félagsvist 7. 11. en hin frá briddsdegi 21. 11. 

   Félagsvist, sem átti að vera 6. desember fellur niður. Sömuleiðis fellur niður bridds sem  var áformað þann 19. desember.

  Ástæðurnar eru ónóg þátttaka í báðum þessum viðburðum. Því verður ekki spilað á áformuðum dögum eftir áramót.

  Ný áform verða kynnt í fréttabréfi í janúar.

  Gönguhópurinn mun halda sínu striki og ganga 10. og 17. desember en svo verður gert hlé fram til mánudagsins 7. janúar.

  Bestu jóla- og nýársóskir til ykkar allra með þökk fyrir samstarfið á árinu.

  Lesið 110 sinnum
 • Nóvember 2018
  Nóvember 2018

  Við minnum á að gönguhópurinn hittist við Perluna á mánudögum kl. 13:00. Gengið er í u. þ. b. 1 klst. um nágrenni Perlunnar og kaffi að göngu lokinni fyrir þá sem vilja.

  Þá verður félagsvist miðvikudaginn 7. nóvember í Jötunheimum í Garðabæ kl. 13:00 og bridds á sama stað miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13:00.

  Ekkókórinn æfir í HÍ við Stakkahlíð (Kennaraháskólanum) á þriðjudögum kl. 16:30 til 18:30. Nýir félagar eru alltaf velkomnir. Skráning hjá Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, formanni í síma 862-8005 eða mæta á æfingu.

  Bókmenntaklúbburinn fundar í KÍ-húsinu á fimmtudögum kl. 13:30, 15. og 29. nóv.

   Einnig viljum við ítreka að Þjóðminjasafnið við Suðurgötu verður heimsótt  fimmtudaginn 15. nóvember  kl. 14:00. Þátttöku þarf að tilkynna í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

   Sjá nánari upplýsingar í september fréttabréfi FKE.

  Lesið 95 sinnum