Fréttir og viðburðir
Gönguhópur kennara hefur verið mjög virkur. Við hittumst á mánudögum kl. 13. 00 og göngum í klukkutíma um 4. km á einhverjum stað á stórreykjavíkur-svæðinu sem fólk fær að vita um með net-Pósti, drekkum kaffi og spjöllum á eftir.
Fjöldinn hefur verið 10 til 23. Oftast um 15 manns.

Hér fylgja með myndir frá síðustu göngu sem var 8. apríl og voru 14. manns. Gengið var upp og niður Elliðadalinn sitthvoru megin við ána rétt um 4.km. skemmtileg ganga.
Allir FKE félagar og makar velkomin í hópinn.
Engin ummæli enn