Fréttir og viðburðir

Grandfundur 2. desember 2023

Grandfundur 2. desember 2023

Jóla- og spilafundur FKE var haldinn á Grandhóteli 2. desember 2023.

Gunnlaugur Dan setti fundinn og síðan tók Skarhéðinn Guðmundsson við og stjórnaði félagsvistinni.

Spilað var á 8 borðum og urðu vinningshafar Margrét Barðadóttir fyrir konur og Guðrún Ellertsdóttir fyrir karla. Þá söng EKKÓ kórinn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar nokkur lög ásamt því að syngja jólalög með gestum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá Grandfundinum:

Að söng loknum kynnti Halldór Þórðarson nýja heimasíðu félagsins og útskýrði fyrir gestum hvernig hægt er að fylgjast með því sem í boði er hjá FKE og því sem þegar hefur farið fram. Má þar nefna m.a. ferðir innan- og utanlands ásamt myndum. Fréttum af spila – og skemmtifundum ásamt mörgu öðru.

Að lokum var sest að glæsilegu kökuhlaðborði.

Fundinn sóttu 75 gestir.

Engin ummæli enn
Leit