Fréttir og viðburðir

Ný stjórn félagsins 2024

Ný stjórn félagsins 2024

Fundargerð spila- og aðalfundar FKE sem haldinn var 6. apríl 2024.

Eftir hefðbundinn spilafund og kaffiveitingar var haldinn aðalfundur félagsins.

Pétur Bjarnason var tilnefndur fundarstjóri og Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari.

Fyrst var flutt ársskýrla formanns, Guðmundar Björns Kristmundssonar. Þar fór hann yfir það helsta sem gert var á síðasta ári s.s. ferðalög, fundi og breytingar á heimsíðu félagsins. Þá þakkaði hann stjórninni gott samstarf.

Næst var ársskýrsla gjaldkera. Þar kom fram að innistæða félagsins í lok árs 2023 var kr. 15.706.172. Þá var einnig bent á að þetta væri eign allra félagsmanna og ætti því að vera notað í þágu þeirra, sem er að sjálfsögðu gert, en á Covid tímanum söfnuðust upp peningar sem ekki nýttust, þar sem félagsstarf lá lengi niðri. Nú væri ástæða til þess að greiða ríflegar niður þá starfsemi sem stjórnin býður upp á.

Engar athugasemdir komu varðandi skýrslur formanns og gjaldkera.

Þá var komið að kosningu:

Guðmundur Björn hefur lokið störfum þar sem félagar sitja í stjórn aðeins 6 ár í senn. Í hans stað bauð sig fram Gunnlaugur Dan Ólafsson og var hann einróma kosinn.

Guðrún Erla og Kristín Ísfeld eru þegar kosnar til næsta aðalfundar 2025.

Valborg E.Baldvinsdóttir var kosin til eins árs.

Skarphéðinn Guðmundsson var kosinn til tveggja ára.

Ingibjörg Júlíusdóttir hefur óskað eftir því að sitja ekki áfram í stjórn.

Vantaði því tvo menn í stjórn fyrir Guðmund Björn og Ingibjörgu.

Sesselja Sigurðardóttir og Björg Baldursdóttir voru kosnar í þeirra stað með lófaklappi.

Skoðunarmenn Þorvaldur Jónasson og Pétur Bjarnason voru endurkosnir til eins árs.

Þar með lauk kosningum og orðið gefið laust.

Gunnlaugur tók fyrst til máls og þakkaði traustið við formannskosninguna og samstarfið bæði við fráfarandi formann og stjórnina.

Guðrún Erla þakkað Guðmundi Birni og Ingibjörgu fyrir frábært samstarf og og færði þeim blómvendi frá stjórninni.

44 gestir sóttu fundinn en 32 tóku þátt í félagsvistinni. Vinningshafar voru Ragnar Jónasson og Guðrún Guðnadóttir. Fundi lauk um kl.16:30

Engin ummæli enn
Leit