Grandfundir
Fyrsta laugardag í október, nóvember, desember, febrúar, mars og apríl eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík. Á dagskrá er félagsvist, kaffi og veitingar og í lokin einhver viðburður til skemmtunar eða fræðslu.
Grandfundur 4. nóvember 2023
Grandfundur var haldinn 4. nóvember 2023 Hófst hann á félagsvist eins og oftast. Spilað var á 6 borðum og voru vinningshafar Arndís Björnsdóttir og Kristinn Breiðfjörð.
Þegar félagsvistinni lauk var tónlistaratriði, Marianna Arney Ívarsdóttir 15 ára nemandi í Hagaskóla og jafnframt nemandi í Menntaskólanum í tónlist og fiðlukennari hennar Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir léku saman á fiðlur við mikinn fögnuð gesta.
Eftir ljúfa tóna var kaffi og meðlæti gerð góð skil. Gestir voru tæplega 40 að þessu sinni.
Grandfundur 7. október 2023
Spila og skemmtifundur var haldinn á Grandhóteli 7, október 2023. Fundurinn var vel sóttur eða samtals 51. Spilað var á 7 borðum. Vinningshafar voru Ásdís Gunnarsdóttir og Gunnlaugur Dan Ólafsson. Skarphéðinn Guðmundsson stjórnaði félagsvistinni.
Að lokinni félagsvist var gengið að kaffihlaðborði. Meðan fólk gæddi sér á kaffi og góðu meðlæti var sagt frá mjög vel heppnuðum og fjölmennum ferðum sumarsins.
Halldór Þórðarson sýndi myndir á skjá meðan sagt var frá ferðunum. Gunnlaugur Dan sagði frá Vestmannaeyjaferð sem var farin í júní, Vestfjarðaferð sem farin var í júlí og Fjallabaksferð sem farin var í ágúst.
Guðrún Erla sagði frá Álandseyjaferð sem farin var í september. Guðrún Erla sagði einnig frá menningarferð sem farin var í Hveragerði í lok september.
Skarphéðinn Guðmundsson stjórnaði fundinum.
Að lokinni félagsvist var gengið að kaffihlaðborði. Meðan fólk gæddi sér á kaffi og góðu meðlæti var sagt frá mjög vel heppnuðum og fjölmennum ferðum sumarsins.
Halldór Þórðarson sýndi myndir á skjá meðan sagt var frá ferðunum. Gunnlaugur Dan sagði frá Vestmannaeyjaferð sem var farin í júní, Vestfjarðaferð sem farin var í júlí og Fjallabaksferð sem farin var í ágúst.
Guðrún Erla sagði frá Álandseyjaferð sem farin var í september. Guðrún Erla sagði einnig frá menningarferð sem farin var í Hveragerði í lok september.
Skarphéðinn Guðmundsson stjórnaði fundinum.
Skráning á næsta Grandfund
Næsti Grandfundur verður haldinn klukkan 13:00, laugardaginn 6. apríl 2024. Fylltu út eyðublaðið hér til að skrá þig.