Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Spilafundur FKE var haldinn á Grand Hóteli 1. febrúar 2020. Spilað var á 9 borðum og urðu vinningshafar Pálína Jónsdóttir spiladrottning og Sigríður Einarsdóttir spilakóngur en hún spilaði fyrir hönd karla. Hlutu þær að launum harðfisk og smjör. Eftir kaffi og meðlæti hélt Gunnlaugur Dan Ólafsson erindi sem hann nefndi…
Fyrsti fræðslu- og spilafundur FKE  á þessu ári var haldinn á Grand Hóteli 11. janúar. Spilað var á 5 borðum og urðu Margrét Barðadóttir og Karl Guðmundur Karlsson efst. Hlutu þau að launum harðfisk og stórt stykki af smjöri. Eftir félagsvistina var gengið að fallega skreyttu kaffiborði með ljúffengum veitingum.…
Jólafundur FEK var haldinn á Grand hóteli 7. desember 2019. Fundurinn hófst á félagsvist eins og venjulega og spilað var á 7 borðum. Vinninghafar voru Ásdís Gunnarsdóttir spiladrottning og Sigríður Einarsdóttir spilakóngur, en hún spilaði í hópi karla.Kaffi og kökur voru strax að lokinni félagsvist og þá söng Ekkó kórinn.…
Fræðslu- og skemmtifundur FKE var haldinn á Grand hóteli 2. nóvember.33 félagsmenn voru mættir sem er óvenju fámennt en síðar kom í ljós að tölvupóstþjónusta félagsins hafði brugðist og enginn fengið póstinn sem sendur var út fyrir fundinn.Spiluð var félagsvist á 7 borðum. Spiladrottning varð Sólveig Jóhannsdóttir og spilakóngur Þórunn…
Þrjátíu og sex manns tók þátt í ferð FKE til Dublin og um Vestur-Írland, sem Bændaferðir tóku að sér að sjá um og var farin í byrjun september. Fararstjóri var Jón Baldvin Halldórsson, sem var bæði sinnugur og margfróður um Dublin og Írland. Samdóma álit ferðafélaganna var að þessi ferð…
Um miðjan ágúst skelltu glaðir kennarar á eftirlaunum sér í 3ja daga ferð norður. Farið var í Ásbyrgi, Goðafoss , Þorgeirskirkju og fleiri fallega staði á Norð-austurlandi.Ekið var sem leið lá frá Reykjavík, með nokkrum hressingarstoppum og hádegismat á Hvammstanga og í gistingu að Stórutjörnum.Næsta dag var byrjað á að skoða…
Að morgni 18. júlí lagði vaskur hópur félagsmanna af stað, ekið var sem leið lá í gegnum fagrar sveitir landsins í blíðskaparveðri, þar til komið var í Stykkishólm. Þar var ferðinni heitið í siglingu um Breiðafjörð með Særúnu, þar sem við skoðuðum fjölskrúðugt fuglalíf og eyjar og var okkur sagt…
FKE stóð fyrir ferð í Sjóminjasafnið 13. mars s.l. Milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu í afar fróðlega og skemmtilega ferð. Vegna þessa  fjölda var hópnum skipt, fór helmingur um safnið fyrst og hinn helmingurinn skoðaði varðskipið Óðin undir mjög góðri leiðsögn Pálma Hlöðverssonar, fyrrum stýrimanns og skipherra þar. Á…

Image Gallery

View the embedded image gallery online at:
https://fke.is/index.php/frettir#sigProId56502f3abe
Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var hann færður upp á fjórðu hæð í glæsilegan sal með útsýni nánast allan hringinn. Meðal skemmtiatriða var söngur Ekkókórsins, sem einnig minntist látins formanns, Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur sem lést í fyrri…
Skemmtifundur FKE var haldinn á Grand Hótel laugardaginn 2. febrúar 2019, á Kyndilmessu. Um fjörutíu manns mættu á fundinn. Spiluð var félagsvist á sex borðum. Þau Kristín Ísfeld ogHelgi Hallgrímsson urðu hlutskörpust í spilakeppninni og hlutu ágæt verðlaun fyrir. Eftir félagsvistina og veisluborð að hætti Grand flutti Pétur Bjarnason frásögn…
Page 1 of 2