Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Hátíðarfundur í FKE var haldinn á Grandhóteli 6. maí s.l. og var það jafnframt síðasti fundur vetrarins.
Fundurinn hófst kl.13 á mjög fjölbreyttum og góðum ,,Bröns“ hádegisverði.
Eftir góðar veitingar og spjall kom Kristján Gíslason, svonefndur ,, Hringfari“ og sagði frá og sýndi myndir
úr ævintýralegri mótorhjólaferð um Chile og Patagoníu en Kristján er fyrsti Íslendingurinn sem hefur
ferðast á mótorhjóli í kringum hnöttinn. Hann hjólaði nærri 48.000 km um fimm heimsálfur á 10
mánuðum. Oft hefur kona hans Ásdís Rósa verið með í för. Var einstaklega skemmtilegt að hlusta á
Kristján. Hann er áheyrilegur og mjög óvenjulegur ævintýramaður sem hefur frá mörgu merkilegu að
segja.
Að síðustu söng EKKÓ kórinn nokkur lög bæði með gestum og einn sér.
Fundinn sóttu 55 manns auk nokkra kórfélaga sem komu eftir matinn og erindið.
Voru þetta góð lok á vetrinum. Fólk skemmti sér vel og var afar þakklátt fyrir samveruna og starfsemi
FKE.

Spila- og skemmtifundur var haldinn á Grandhóteli 4. febrúar 2023. Að venju var byrjað á að spila félagsvist.
Vinningshafar að þessu sinni voru: Sigurlaug Einarsdóttir og Elísabet Magnúsdóttir.
Þá var kaffihlaðborð og meðan á því stóð lásu Guðfinna Ragnarsdóttir, Ragnar Björn og Kjartan upp úr nýútkominni bók Guðfinnu ,, Á vori lífsins“.
Ragnar Björn og Kjartan eru barnabörn Guðfinnu.
Vakti lestur þeirra og túlkun einstaklega mikla hrifningu.
Að síðustu sögðu Gunnlaugur Dan og Guðrún Erla frá þeim ferðum FKE sem áætlaðar eru í sumar og haust.
52 gestir sóttu fundinn sem var mjög vel heppnaður.

Myndir Halldór Þórðarson

Jólafundur FKE var haldinn á Grandhóteli 3. desember 2022.
73 félagar og gestir sóttu fundinn. Spilað var á 12 borðum og vinningshafar voru fyrir hönd kvenna Jóna Sveinsdóttir og fyrir hönd karla Lena Rist.
EKKÓ kórinn söng og tóku gestir vel undir sönginn.
Síðan var boðið upp á heitt súkkulaði, kaffi og meðlæti.

Myndir: Halldór Þórðarson

ki fundur22

8. þing Kennarasambands Íslands var haldið á Grandhóteli 1.- 4. nóvember 2022. Fimm fulltrúar frá FKE sóttu þingið sem var mjög fjölmennt, afar upplýsandi og tókst vel.
Þingfulltrúar frá FKE voru, talið frá vinstri: Skarphéðinn Guðmundsson, Kristín Ísfeld, Guðmundur Björn Kristmundsson, Guðrún Erla Björgvinsdóttir og Valborg E. Baldvinsdóttir. 
.

Félag kennara á eftirlaunum hélt spila- og skemmtifund á Grandhóteli 5. nóvember 2022.
Fundinn sóttu 53 félagar og gestir.
Spilað var á 9 borðum og spilaverðlaun hlutu Ásdís Gunnarsdóttir og Eiríkur Ellertsson.
Eftir félagsvistina var að venju kaffi og kökuhlaðborð. Á meðan gestir nutu veitinga las Kristín Björg Sigurvinsdóttir úr bók sinni ,,Dóttir hafsins“ sem kom út 2020. Bókin var tilnefnd til Barna – og ungmennaverðlauna fljótlega eftir að hún kom út.

Myndir:Halldór Þórðarson

Fyrsti spila- og skemmtifundur haustsins var haldinn á Grandhóteli 1. október 2022. Spilað var á 8
borðum og voru vinningshafar í félagsvistinni Jóna Sveinsdóttir og Gunnlaugur Dan Ólafsson. Eftir að
spilamennsku lauk var glæsilegt kaffihlaðborð að venju og á meðan gestir nutu veitinga var myndasýning
og frásagnir af ferðalögum sumarsins. Um 40 manns sóttu fundinn.

Fundurinn var auglýstur að vanda og menn beðnir um að skrá sig. Alls sóttu 24 fundinn og var hann sá fámennasti í langa hríð. Þar má eflaust kenna um erfiðri færð og hálku. Spilað var á 4 borðum og hlutu Guðrún Ellertsdóttir og Egill Sigurðsson verðlaun, sem voru fallegir pakkar með íslensku smjöri og harðfiski. En sá siður hefur verið að veita slík verðlaun á þorra eða sem næst honum. Svavar Knútur, söngvaskáld, flutti nokkur lög og ræddi tungumálið og tónlistina. Góður rómur var gerður að hans hlut í dagskránni. Fundarmenn gæddu sér á góðum veitingum að hætti Grandhótels. Fundargerð skráði Guðmundur B. Kristmundsson í fjarveru ritara

Fundur á Grandhóteli laugardaginn 5. mars 2022
Fundurinn var auglýstur að vanda og menn beðnir um að skrá sig. Alls sóttu 24 fundinn og var hann sá fámennasti í langa hríð. Þar má eflaust kenna um erfiðri færð og hálku.
Spilað var á 4 borðum og hlutu Guðrún Ellertsdóttir og Egill Sigurðsson verðlaun, sem voru fallegir pakkar með íslensku smjöri og harðfiski. En sá siður hefur verið að veita slík verðlaun á þorra eða sem næst honum.
Svavar Knútur, söngvaskáld, flutti nokkur lög og ræddi tungumálið og tónlistina. Góður rómur var gerður að hans hlut í dagskránni.
Fundarmenn gæddu sér á góðum veitingum að hætti Grandhótels.
Fundargerð skráði Guðmundur B. Kristmundsson í fjarveru ritara.

Page 1 of 2