Fréttir

Innskráning

Nýskráning

FKE stóð fyrir einni ferð í sumar, Suðurlandsferð frá Reykjavík að Smyrlabjörgum með viðkomu á ýmsum stöðum. Vegna aðstæðna komust færri með en vildu. Því olli m. a. takmarkaður sætafjöldi, þó rútan væri 56 manna komust aðeins 33 þátttakendur með. Ferðin hófst mánudaginn 24. ágúst með brottför frá Kennaraháskólanum við…
Þar sem stjórninni hafa borist margar fyrirspurnir um úthlutanarreglur Orlofssjóðs á sumarhúsum og fleira sem þeim tengjast, fengum við fund með Ólöfu S. Björnsdóttur. Hún fór yfir reglurnar með okkur og tók svo saman þetta ágrip til upplýsingar fyrir félagsmenn FKE. LÁGMARKSPUNKTAEIGN Til að geta bókað eða nýtt aðra þjónustu…
 Farið var frá Lindakirkju í Kópavogi og gengið um hverfið.   Myndir: Pétur Bjarnason
Gengið var frá IKEA umhverfis Urriðaholtið, rúmlega 4 kílómetrar, og kaffi í IKEA á eftir. 17 voru mættir.  Myndir: Halldór Þórðarson
Gengið var frá Golfskála GKG umhverfis Vífilstaðavatn og síðan kaffi á eftir í Golfskálanum. Metþátttaka var eða 18 manns. Myndir: Pétur Bjarnason
Gengið var frá Víkingsheimilinu og um Elliðaárdal.
Spilafundur FKE var haldinn á Grand Hóteli 1. febrúar 2020. Spilað var á 9 borðum og urðu vinningshafar Pálína Jónsdóttir spiladrottning og Sigríður Einarsdóttir spilakóngur en hún spilaði fyrir hönd karla. Hlutu þær að launum harðfisk og smjör. Eftir kaffi og meðlæti hélt Gunnlaugur Dan Ólafsson erindi sem hann nefndi…
Fyrsti fræðslu- og spilafundur FKE  á þessu ári var haldinn á Grand Hóteli 11. janúar. Spilað var á 5 borðum og urðu Margrét Barðadóttir og Karl Guðmundur Karlsson efst. Hlutu þau að launum harðfisk og stórt stykki af smjöri. Eftir félagsvistina var gengið að fallega skreyttu kaffiborði með ljúffengum veitingum.…
Gengið var frá Glæsibæ sem leið liggur Laugardalinn að Sundlaugavegi, til baka Reykjaveg, meðfram Suðurlandsbraut og aftur í Glæsibæ. Samtals um 4 km á 1 klst.Síðan var hressing í Bakarameistaranum Glæsibæ. Alls voru 13 mættir.Næsta ganga áætluð 30. des. Myndir; Halldór Þórðarson og Pétur Bjarnason
Gengið var frá Umferðamiðstöðinni  um Hljómskálagarðinn, umhverfis Tjörnina og kaffi á eftir í Umferðamiðstöðinni. Myndir;Pétur Bjarnason
Page 1 of 4