Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var hann færður upp á fjórðu hæð í glæsilegan sal með útsýni nánast allan hringinn. Meðal skemmtiatriða var söngur Ekkókórsins, sem einnig minntist látins formanns, Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur sem lést í fyrri viku, og söng kórinn fallegt lag í minningu hennar.

Þá var Hundur í óskilum á svæðinu og heillaði fundargesti með list sinni, sem er sérstæð og óvenjuleg, en alltaf skemmtileg..

Ýmislegt fleira smálegt var á dagskránni og mjög góðar veitingar. Almennt virtust gestir afar ánægðir með þennan fund og viðurgjörning þar.

Myndir: Halldór Þórðarson

Gengið var frá Húsasmiðjunni inn yfir Elliðaárnar og umhverfis Geirsnef. Jafnframt var tekið út nýtt hverfi sem er að rísa í Vogabyggð.

Mæting var góð og endað í bollukaffi í Húsasmiðjunni.

Myndir: Pétur Bjarnason

12 voru mættir. Gengið var frá Ikea upp á Urriðaholtið, að nýbyggða skólanum sem er efst á holtinu.

Hittum þar hönnuði skólans sem greindu frá áformum um viðbætur við skólann en hann er aðeins hálfbyggður. Eftir er að byggja álmur fyrir eldri nemendur, sundlaug og íþróttahús.

Síðan var gengið niður að Ikea aftur og sumir fengu sér hressingu í kaffihúsi Ikea 

Myndir: Halldór Þórðarson

Mánudagsganga FKE var um Fossvoginn 11.02.2019, í snjófjúki fyrst og síðan slyddu en ágætu göngufæri.

Formaður Víkings átti leið hjá og  tók þessa fínu mynd af hópnum.

Svo var kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri.

Gönguhópur FKE hittist í dag 4. febrúar við Umferðamiðstöðina. Mættir voru fimmtán göngugarpar. Gengið var um Hljómskálagarðinn, umhverfis Tjörnina og aðeins kíkt á nýjustu byggingarframkvæmdir í miðbænum, en ekki varð vart við merkjanlega hrifningu í hópnum af áferð mannvirkjanna. á milli Hafnarstætis og Geirsgötu.

Myndir: Halldór Þórðarson

Skemmtifundur FKE var haldinn á Grand Hótel laugardaginn 2. febrúar 2019, á Kyndilmessu.

Um fjörutíu manns mættu á fundinn. Spiluð var félagsvist á sex borðum. Þau Kristín Ísfeld og
Helgi Hallgrímsson urðu hlutskörpust í spilakeppninni og hlutu ágæt verðlaun fyrir.

Eftir félagsvistina og veisluborð að hætti Grand flutti Pétur Bjarnason frásögn af arnfirskum
alþýðufræðimanni, Ingivaldi Nikulássyni.

Ingivaldur var alla tíð bláfátækur en afrekaði margt
á sviði annálaskrifa og ævisagna, auk þess sem hann orti ljóð og þýddi verk úr erlendum
málum, m.a. Shakespeare og Heine. Þá var hann verkalýðsforkólfur og eftir hann liggja bæði
uppdrættir og teikningar. Var erindi Péturs vel tekið.

Að lokum minnti Pétur á hátíðafund FKE sem haldinn verður laugardaginn 2. mars kl. 13:00,
en sá fundur byrjar fyrr vegna þess að boðið verður upp á dögurð (brunch) auk ágætra
skemmtiatriða.

Myndir: Halldór Þórðarson

 Gönguferðin 28. jan var úti á Granda, gengið var í björtu og fallegu veðri eftir Fiskislóð og síðan eins og leið lá út að Þúfu og þar skoðuðu þátttakendur svæðið sem hefur breyst mikið frá því við vorum ung og efnileg og landfyllingin á stærstan þátt í því.  Síðan lá leiðin til baka og var gengið eftir Grandagarði og að sjálfsögðu var stoppað í Kaffivagninum til að fá sér kaffi og meðlæti á góðu verði. 

Myndir: Halldór Þórðarson

Gengið var frá Hömrum í Spönginni, Grafarvogi. Það lögðu sex af stað, en hinir voru að leita að bílastæði. Líklega níu í göngunni og svo mætti Ásdís við Perluna, en þangað kom enginn annar.

Myndir: Pétur Bjarnason

 

Við mættum 7 til að fara í gönguferðina, fljótlega áttaði ein sig á að hún átti að sinna verkefni og sneri við en við hin 6 gengum góðan hring í Laugardalnum. 

Eina langaði til að sjá gömlu þvottalaugarnar og við stoppuðum þar og síðan við  Rósina sem er minnisvarði óþekkta barnsins og er til heiðurs börnum um allan heim sem hafa látist eða eiga um sárt að binda. Rósin var afhúpuð við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal árið 2009. Þar er hægt að koma saman og heiðra minningu barna.

Veðrið var alveg þokkalegt, smá snjókoma, smá vindur en mjög hressandi.  Fengum okkur kaffi í Glæsibæ.

Myndir: Marta Sigurðardóttir

Þá er mánudagsganga FKE hafin að nýju og var góð góð mæting þann 7. jan. s.l.

Page 1 of 2