Fréttir

Innskráning

Nýskráning

 Farið var frá Lindakirkju í Kópavogi og gengið um hverfið.

 

Myndir: Pétur Bjarnason

Gengið var frá IKEA umhverfis Urriðaholtið, rúmlega 4 kílómetrar, og kaffi í IKEA á eftir.

17 voru mættir. 

Myndir: Halldór Þórðarson

Gengið var frá Golfskála GKG umhverfis Vífilstaðavatn og síðan kaffi á eftir í Golfskálanum.

Metþátttaka var eða 18 manns.

Myndir: Pétur Bjarnason

Gengið var frá Víkingsheimilinu og um Elliðaárdal.

Spilafundur FKE var haldinn á Grand Hóteli 1. febrúar 2020.

Spilað var á 9 borðum og urðu vinningshafar Pálína Jónsdóttir spiladrottning og Sigríður Einarsdóttir spilakóngur en hún spilaði fyrir hönd karla. Hlutu þær að launum harðfisk og smjör.

Eftir kaffi og meðlæti hélt Gunnlaugur Dan Ólafsson erindi sem hann nefndi ,,á Spáni á“ Gunnlaugur hefur reynslu af því að búa á Spáni og kynnast daglegu lífi fólks sem þar býr. Var erindið mjög áhugavert og gott.

Fundinn sóttu 48 félagsmenn og gestir.

Myndir:Halldór Þórðarson

Fyrsti fræðslu- og spilafundur FKE  á þessu ári var haldinn á Grand Hóteli 11. janúar. Spilað var á 5 borðum og urðu Margrét Barðadóttir og Karl Guðmundur Karlsson efst. Hlutu þau að launum harðfisk og stórt stykki af smjöri.

Eftir félagsvistina var gengið að fallega skreyttu kaffiborði með ljúffengum veitingum.

Margrét Jónsdóttir íþróttakennari hélt erindi um nauðsyn hreyfingar og lét hún fundargesti taka þátt í ýmsum æfingum sem auðveldar eru til þess að stunda heima.

Var létt yfir hópnum og hafði fólk greinilega mjög gaman af erindi Margrétar.

 Myndir: Guðrún Erla Björgvinsdóttir

Gengið var frá Glæsibæ sem leið liggur Laugardalinn að Sundlaugavegi, til baka Reykjaveg, meðfram Suðurlandsbraut og aftur í Glæsibæ. Samtals um 4 km á 1 klst.
Síðan var hressing í Bakarameistaranum Glæsibæ. Alls voru 13 mættir.
Næsta ganga áætluð 30. des.

Myndir; Halldór Þórðarson og Pétur Bjarnason

Gengið var frá Umferðamiðstöðinni  um Hljómskálagarðinn, umhverfis Tjörnina og kaffi á eftir í Umferðamiðstöðinni.

Myndir;Pétur Bjarnason

Jólafundur FEK var haldinn á Grand hóteli 7. desember 2019. Fundurinn hófst á félagsvist eins og venjulega og spilað var á 7 borðum. Vinninghafar voru Ásdís Gunnarsdóttir spiladrottning og Sigríður Einarsdóttir spilakóngur, en hún spilaði í hópi karla.
Kaffi og kökur voru strax að lokinni félagsvist og þá söng Ekkó kórinn. Jóhanna Ósk Valsdóttir eiginkona Bjarts Loga kórsstjóra söng einsöng í laginu ,,Líður að kveldi“. 
Pétur Bjarnason las síðan upp úr nýútkominni bók sinni ,,Nótabátur leggst í víking“.

63 mættu á fundinn.

Myndir; Halldór Þórðarson

Fræðslu- og skemmtifundur FKE var haldinn á Grand hóteli 2. nóvember.
33 félagsmenn voru mættir sem er óvenju fámennt en síðar kom í ljós að tölvupóstþjónusta félagsins hafði brugðist og enginn fengið póstinn sem sendur var út fyrir fundinn.
Spiluð var félagsvist á 7 borðum. Spiladrottning varð Sólveig Jóhannsdóttir og spilakóngur Þórunn Lárusdóttir.
Að loknum spilum voru bornar fram veitingar að hætti hússins á meðan gestir neyttu flutti Guðmundur Kristmundsson erindi sem hann nefndi Saga úr skóla og nokkur ljóð.

 

Myndir: Halldór Þórðarson 

Page 1 of 3