Á döfinni

Innskráning

Nýskráning

Rate this item
(0 atkvæði)

Góðir félagar
Stjórn Félags kennara á eftirlaunum sendir ykkur góðar kveðjur með óskum um gott ár. Liðið ár var um sumt erfitt og við urðum að fella niður fáeina viðburði vegna faraldursins. Okkur tókst samt að fara í góðar ferðir og sækja nokkra áhugaverða viðburði. Því miður verðum við að fella niður Grandfund 5. febrúar næstkomandi vegna fjöldatakmarkana.
Stefna okkar er að halda áfram og bjóða upp á ýmislegt sem gleður og fræðir.  Það verður auglýst í næsta fréttablaði sem kemur út í febrúar. Nú þegar er farið að vinna að ferðum sumarsins og t.d. ákveðið að bjóða upp á svipaða ferð um Reykjanes og farin var í fyrra. Sú ferð var mjög vinsæl og ekki komust allir í hana sem vildu. Fáeinar ferðir eru í mótun, meðal annars er verið að kanna þriggja daga ferð, líklega um landið norðaustanvert.

Lesið 119 sinnum Síðast breytt Laugardagur, 29 Janúar 2022 16:05

Nýjast frá Administrator Halldór Þórðarson

Settu inn athugasemd

Make sure you enter all the required information, indicated by an asterisk (*). HTML code is not allowed.