Velkomin á vef FKE

Svo lengi lærir sem lifir...

Kennarar eru án alls vafa ein áhrifamesta stétt nútíma samfélags. Við mótum framtíð samfélagsins í gegnum kennslu og leiðbeiningar til þeirra sem yngri eru. 

Að vera kennari er ekki einungis starfsheiti heldur persónugerð. Þú hættir ekki að vera kennari að starfi loknu.

Aðalfundur FKE 2024

Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum var haldinn þann 6. apríl. Á fundinum var ársskýrsla félagsins lögð fram til samþykktar auk þess sem kosið var til nýrrar stjórnar. 

Félag Kennara á Eftirlaunum sinnir margþættu hlutverki

Ferðir og fræðsla

Ár hvert stendur félagið fyrir lengri ferðum  á sumrum auk dagsferða á áhugaverða staði,  á eða í nánd við höfuðborgarsvæðið.

Samkomur

 Fyrsta laugardag hvers vetrarmánaðanna, október til apríl, eru haldnir skemmti- og fræðslufundir á Grand Hóteli með félagsvist, veitingum og uppákomum.

Önnur starfsemi

September til apríl eru starfandi Gönguhópur  á mánudögum, Bókmenntaklúbbur annan hvern fimmtudag og Ekkó-kórinn. 
Leit