Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Gangan 14. janúar

Við mættum 7 til að fara í gönguferðina, fljótlega áttaði ein sig á að hún átti að sinna verkefni og sneri við en við hin 6 gengum góðan hring í Laugardalnum. 

Eina langaði til að sjá gömlu þvottalaugarnar og við stoppuðum þar og síðan við  Rósina sem er minnisvarði óþekkta barnsins og er til heiðurs börnum um allan heim sem hafa látist eða eiga um sárt að binda. Rósin var afhúpuð við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal árið 2009. Þar er hægt að koma saman og heiðra minningu barna.

Veðrið var alveg þokkalegt, smá snjókoma, smá vindur en mjög hressandi.  Fengum okkur kaffi í Glæsibæ.

Myndir: Marta Sigurðardóttir

Lesið 412 sinnum