Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Gangan 28. janúar

 Gönguferðin 28. jan var úti á Granda, gengið var í björtu og fallegu veðri eftir Fiskislóð og síðan eins og leið lá út að Þúfu og þar skoðuðu þátttakendur svæðið sem hefur breyst mikið frá því við vorum ung og efnileg og landfyllingin á stærstan þátt í því.  Síðan lá leiðin til baka og var gengið eftir Grandagarði og að sjálfsögðu var stoppað í Kaffivagninum til að fá sér kaffi og meðlæti á góðu verði. 

Myndir: Halldór Þórðarson

Lesið 385 sinnum