Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Sjóminjasafnið 13. mars

FKE stóð fyrir ferð í Sjóminjasafnið 13. mars s.l.

Milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu í afar fróðlega og skemmtilega ferð.

Vegna þessa  fjölda var hópnum skipt, fór helmingur um safnið fyrst og hinn helmingurinn skoðaði varðskipið Óðin undir mjög góðri leiðsögn Pálma Hlöðverssonar, fyrrum stýrimanns og skipherra þar.

Á safninu vöktu athygli fjölbreyttir möguleikar með aðstoð margmiðlunar og fornleifarannsóknir fyrir ströndum landsins.

Síðan skiptu hóparnir.

Þessi heimsókn þótti afar vel heppnuð og svo voru menn áhugasamir að myndatökur gleymdust með öllu, en tvær eru látnar fylgja af heimasíðu safnsins.

Lesið 320 sinnum

Image Gallery