Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Gangan 25. mars

Þann 25. mars var gengið um Fossvogsdalinn.

Gangan er talin sú lengsta sem hópurinn hefur gengið í senn fram til þessa, því 5,6 km voru lagðir að baki á klukkutíma og tíu mínútum.

Í leiðbeiningum sem gefnar voru til að finna  bílastæðið í Fossvogi var nefnd leiðin niðureftir, stundum kölluð Milli lífs og dauða.

Einn göngumanna, Skarphéðinn Guðmundsson, Siglfirðingur laumaði vísu til göngustjóra:

(Hugsað til Lykla-Péturs)

Viljum með Pétri gjarnan ganga

um göngustíga næstum auða.

En skrítið er líka að langa

á leið milli lífs og dauða.

Myndir: Pétur Bjarnason

Lesið 129 sinnum