Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Írlandsferð FKE

Þrjátíu og sex manns tók þátt í ferð FKE til Dublin og um Vestur-Írland, sem Bændaferðir tóku að sér að sjá um og var farin í byrjun september. Fararstjóri var Jón Baldvin Halldórsson, sem var bæði sinnugur og margfróður um Dublin og Írland. Samdóma álit ferðafélaganna var að þessi ferð hefði í alla staði tekist mjög vel og hvergi hljóp snurða á þráðinn. Þá var ekki verra að veðrið lék við ferðalangana allan tímann.

Bændaferðir og Jón Baldvin fararstjóri okkar fá bestu þakkir fyrir vel heppnaða ferð.

Myndir: Kristján Sigfússon

Lesið 1275 sinnum