Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Göngur í nóvember

4. nóvember var gengið frá bílastæði Nauthóls meðfram ströndinni, langleiðina út á Seltjarnarnes og til baka. Fengum okkur kaffi og meðlæti í Nauthól. Engar myndir teknar.

11. nóvember hittist hópurinn við Lindarkirkju í Kópavogi og gekk í stóran hring að Hnoðraholti í Garðabæ þegar haldið var til baka og endað í kaffi í Smáralind (Bakarameistaranum).

18. nóvember hófst gangan á bílastæði við golfskála GKG við Vífilsstaðaveg.Síðan var gengið yfir að Vífilsstöðum og farið stuttlega yfir merka sögu hússins og staðarins. Svo var gengið frekar stuttan hring niður fyrir og umhverfis Vífilsstaði og aftur að golfskálanum, að hluta í skjóli af skógi. Kaffi í golfskálanum um kl. 14:00

25. nóvember Gengið var frá Víkingsheimilinu vestur Fossvogsdal og til baka.Kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri við Háaleitisbraut að lokinni göngu.

Lesið 205 sinnum