Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Grandfundur 2. nóvember 2019

Fræðslu- og skemmtifundur FKE var haldinn á Grand hóteli 2. nóvember.
33 félagsmenn voru mættir sem er óvenju fámennt en síðar kom í ljós að tölvupóstþjónusta félagsins hafði brugðist og enginn fengið póstinn sem sendur var út fyrir fundinn.
Spiluð var félagsvist á 7 borðum. Spiladrottning varð Sólveig Jóhannsdóttir og spilakóngur Þórunn Lárusdóttir.
Að loknum spilum voru bornar fram veitingar að hætti hússins á meðan gestir neyttu flutti Guðmundur Kristmundsson erindi sem hann nefndi Saga úr skóla og nokkur ljóð.

 

Myndir: Halldór Þórðarson 

Lesið 872 sinnum
Meira í þessum flokki « Írlandsferð FKE