Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Grandfundur 11. janúar 2020

Fyrsti fræðslu- og spilafundur FKE  á þessu ári var haldinn á Grand Hóteli 11. janúar. Spilað var á 5 borðum og urðu Margrét Barðadóttir og Karl Guðmundur Karlsson efst. Hlutu þau að launum harðfisk og stórt stykki af smjöri.

Eftir félagsvistina var gengið að fallega skreyttu kaffiborði með ljúffengum veitingum.

Margrét Jónsdóttir íþróttakennari hélt erindi um nauðsyn hreyfingar og lét hún fundargesti taka þátt í ýmsum æfingum sem auðveldar eru til þess að stunda heima.

Var létt yfir hópnum og hafði fólk greinilega mjög gaman af erindi Margrétar.

 Myndir: Guðrún Erla Björgvinsdóttir

Lesið 1020 sinnum
Meira í þessum flokki Grandfundur 1. febrúar »