Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Þrjátíu og sex manns tók þátt í ferð FKE til Dublin og um Vestur-Írland, sem Bændaferðir tóku að sér að sjá um og var farin í byrjun september. Fararstjóri var Jón Baldvin Halldórsson, sem var bæði sinnugur og margfróður um Dublin og Írland. Samdóma álit ferðafélaganna var að þessi ferð…
Um miðjan ágúst skelltu glaðir kennarar á eftirlaunum sér í 3ja daga ferð norður. Farið var í Ásbyrgi, Goðafoss , Þorgeirskirkju og fleiri fallega staði á Norð-austurlandi.Ekið var sem leið lá frá Reykjavík, með nokkrum hressingarstoppum og hádegismat á Hvammstanga og í gistingu að Stórutjörnum.Næsta dag var byrjað á að skoða…
Að morgni 18. júlí lagði vaskur hópur félagsmanna af stað, ekið var sem leið lá í gegnum fagrar sveitir landsins í blíðskaparveðri, þar til komið var í Stykkishólm. Þar var ferðinni heitið í siglingu um Breiðafjörð með Særúnu, þar sem við skoðuðum fjölskrúðugt fuglalíf og eyjar og var okkur sagt…
Þann 6. maí var gengið um Elliðaárdalinn og gengnir stígar í skóginum í miðjum dalnum.  Það hafði rignt um morguninn og þvílíkur gróðurilmur. Þann 13. maí var farið inn í skóginn við Rauðavatn, það rigndi hressilega þennan dag og var reynt að ganga sem mest inni í þéttum trjáþyrpingum til…
Hópurinn hittist  við eiðið á Geldinganesi og gekk síðan sem leið lá yfir eiðið í blíðskaparveðri og inn að námu, en það er stórt skarð þar sem efni var sótt í þegar verið var að fylla upp fyrir Sundahöfnina á sínum tíma.  Í dag er það orðið gróið og fallegt…
Í göngu FKE 1.4. s.l. mættu alls 14. Gengið var frá Suðurhlíðum út í Nauthólsvík í dásamlegu veðri og fylgst með sjósundfólki. Kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri á eftir. Myndir: Pétur Bjarnason
Þann 25. mars var gengið um Fossvogsdalinn. Gangan er talin sú lengsta sem hópurinn hefur gengið í senn fram til þessa, því 5,6 km voru lagðir að baki á klukkutíma og tíu mínútum. Í leiðbeiningum sem gefnar voru til að finna  bílastæðið í Fossvogi var nefnd leiðin niðureftir, stundum kölluð…
FKE stóð fyrir ferð í Sjóminjasafnið 13. mars s.l. Milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu í afar fróðlega og skemmtilega ferð. Vegna þessa  fjölda var hópnum skipt, fór helmingur um safnið fyrst og hinn helmingurinn skoðaði varðskipið Óðin undir mjög góðri leiðsögn Pálma Hlöðverssonar, fyrrum stýrimanns og skipherra þar. Á…

Image Gallery

View the embedded image gallery online at:
https://fke.is/index.php/frettir?start=14#sigProId56502f3abe
Gangan 11. mars var frá Gróttu og gengið umhverfis golfvöllinn í hvössu en þurru veðri. Engin myndataka varð í þeirri göngu, sem var nokkuð fjölmenn. Gangan 18. mars var frá Olísstöðinni í Norðlingaholti. Gengið var að Rauðavatni og um skóginn í nágrenninu, en vegna veðurskilyrða og aurbleytu var ákveðið að…
Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var hann færður upp á fjórðu hæð í glæsilegan sal með útsýni nánast allan hringinn. Meðal skemmtiatriða var söngur Ekkókórsins, sem einnig minntist látins formanns, Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur sem lést í fyrri…
Page 2 of 4