Fréttir

Innskráning

Nýskráning

Skemmtifundur FKE var haldinn á Grand Hótel laugardaginn 2. febrúar 2019, á Kyndilmessu. Um fjörutíu manns mættu á fundinn. Spiluð var félagsvist á sex borðum. Þau Kristín Ísfeld ogHelgi Hallgrímsson urðu hlutskörpust í spilakeppninni og hlutu ágæt verðlaun fyrir. Eftir félagsvistina og veisluborð að hætti Grand flutti Pétur Bjarnason frásögn…
 Gönguferðin 28. jan var úti á Granda, gengið var í björtu og fallegu veðri eftir Fiskislóð og síðan eins og leið lá út að Þúfu og þar skoðuðu þátttakendur svæðið sem hefur breyst mikið frá því við vorum ung og efnileg og landfyllingin á stærstan þátt í því.  Síðan lá…
Gengið var frá Hömrum í Spönginni, Grafarvogi. Það lögðu sex af stað, en hinir voru að leita að bílastæði. Líklega níu í göngunni og svo mætti Ásdís við Perluna, en þangað kom enginn annar. Myndir: Pétur Bjarnason  
Við mættum 7 til að fara í gönguferðina, fljótlega áttaði ein sig á að hún átti að sinna verkefni og sneri við en við hin 6 gengum góðan hring í Laugardalnum.  Eina langaði til að sjá gömlu þvottalaugarnar og við stoppuðum þar og síðan við  Rósina sem er minnisvarði óþekkta barnsins…
Þá er mánudagsganga FKE hafin að nýju og var góð góð mæting þann 7. jan. s.l.
Vetrarstarf FKE á nýju ári fer vel af stað. Skemmtifundir á fyrsta laugardegi hvers manaðar verða fram til vors. Á fyrsta fundinum var spiluð félagsvist að venju og Kristján Gíslason ferðalangur (Hringfarinn) sagði frá ferðalagi sínu umhverfis jörðina á mótorhjóli. Mjög góðu rómur var gerður að erindi Kristjáns. Næsti fundur…
Gengið var um nágrenni Öskjuhlíðar, 9 voru mættir. Myndir: Halldór Þórðarson  
Gönguhópurinn hittist í Nauthólsvík s.l. mánudag í svölu veðri en nánast logni. Gengið var fyrir enda N-S flugbrautar út að brimvarnargarði langleiðina að Suðurgötu og til baka u.þ.b. 4 km. Að göngu lokinni var komið við í Bragganum og drukkið kaffi til að fá hita í kroppinn. Myndir:…
Gönguhópurinn hittist við Perluna og gekk í blíðskaparveðri um nágrennið í u.þ.b. klukkustund.Að þessu sinni voru þátttakendur 8 talsins. Myndir: Halldór Þórðarson
Ferð FKE í Þjóðminjasafnið 15. nóv. gekk vel. Ellefu mættu og fengu mjög góða leiðsögn um safnið. Í alla staði skemmtilegt og áhugavert.Til tals hefur komið að efna einnig til safnferðar á vormisseri. Myndir: Pétur Bjarnason
Page 3 of 4