Aðalfundir

Innskráning

Nýskráning

Fundargerð aðalfundar FKE 2018

Aðalfundur FKE 7. apríl 2018

Alls mættu 46 gestir og spilað var á 7 borðum. Myndir voru sýndar úr ýmsum ferðum.
Vinningshafar spilaverðlauna; Gunnar Finnsson fékk karlaverðlaunin og Margrét Barðadóttir kvennaverðlaunin og hlutu þau bókaverðlaun til skemmtilestrar frá Uglu Útgáfu ásamt Pésa Péturs Bjarnasonar.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.

Aðalfundurinn:
Formaður stjórnaði sjálfur fundinum. Bað hann um leyfi fundarins að breyta röð liða og taka lagabreytingar fyrr inn. Var það samþykkt.
Þá var skýrsla stjórnar flutt og gjaldkeri útskýrði ársreikning. Var hvoru tveggja samþykkt. Lagabreytingarnar miðuðu einkum að samræmingu á orðalagi við lög KÍ. Var tillagan samþykkt.
Kosning stjórnar.
Formaður kosinn til eins árs: Pétur Bjarnason.
Halldór og Guðrún Ólafía voru kosin til tveggja ára í fyrra og eiga því eitt ár eftir. Kristján og Sigurlín voru núna kosin til tveggja ára. Guðmundur og Marta Sigurðardóttir eru í varastjórn, kosin til eins árs.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundum.

Lesið 206 sinnum