Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

409. stjórnarfundur

409. fundur var haldinn 2. apríl 2019  í Hveragerði að heimili Sigurlínar.

Mætt voru Sigurlín, Kristín, Marta, Halldór, Pétur, Guðrún og Guðmundur.

Formaður setti fund kl. 10.30

  1. Formaður gerði grein fyrir bréfi sem félaginu barst um launakjör eftirlaunafólks. Launamál hafa ekki verið á dagskrá FKE. Þau eiga heima á öðrum vettvangi. 
  2. Rætt var um tillögur að kjöri fulltrúa í stjórn á væntanlegum aðalfundi. Guðmundur og Marta eru varamenn og lagt er til að þau verði í kjöri sem aðalmenn. Þá er lagt til að Marta verði í kjöri sem formaður til eins árs. Kristín og Guðmundur verði kjörin í aðalstjórn til tveggja ára. 
  3. Rætt um frekara skipulag aðalfundar og undirbúning, m.a. að hafa kjörseðla tilbúna. 
  4. Rætt um almenna fundi í framtíðinni (Grandfundi) og talið að það yrðu að vera laugardagsfundir eins og verið hefur. Það virðist gefast best. 
  5. Gönguferðir hafa gengið vel í vetur og hlotið lof göngumanna. Ferðir á árinu þóttu takast mjög vel og fólk ánægt með þær. Hið sama gildir um ferðir á Þjóðminjasafn og Sjóminjasafn. 
  6. Rætt um ferðir í sumar. Skipulag þeirra er komið vel á veg. Ljúka þarf við skipulag ferðar norður í land í ágúst og ákveða hvaða staðir verða heimsóttir fyrir norðan. Búið er að festa rútu og gist verður að Stórutjörnum. 
  7. Kristín spurði hvort í lagi væri að færa reikninga félagsins með það fyrir augum að fá betri vexti. Var það samþykkt. 
  8. Þetta var síðasti fundur Péturs formanns og þakkaði hann samveruna. Fundarmenn þökkuðu Sigurlín fyrir góðan viðurgjörning.

Fundi slitið kl. 11.30

Lesið 138 sinnum