Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

415. stjórnarfundur

415. stjórnarfundur FKE, haldinn á heimili formanns kl. 10:30 22. janúar 2020

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Halldór Þórðarson vefstjóri, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnendur.

Formaður settir fund kl.10:30

 1. Hátíðarfundur 7. mars:
  Fundurinn hefst kl.13:00 með hádegisverði (Brunch). Verð er kr.3000 – og er niðurgreitt af félaginu. Fullt verð er kr. 4600. Ákveðið að reyna að fá Pétur Bjarnason sem veislustjóra og athuga með Bergþór Pálsson og/eða Albert maka hans til þess að skemmta. Ekkó –kórinn mun syngja.
 2. Fréttabréfið:
  Halldór var með drög að næsta Fréttabréfi en bætt var inn upplýsingum sem fram komu á fundinum s.s. að safnaferð verður í Perluna 12. febrúar kl.13:30. Skoðaðar verða tvær sýningar, Undur íslenskrar náttúru og norðurljósasýningin Áróra. Verð kr.2245- og innifalið í verði er kaffi og kleina. Þá var aðeins rætt um Bókmenntaklúbbinn. Marta ætlar að kanna hvort ekki komi fljótlega að því að flutt verði af Laufásvegi inn í Borgartún og þá þarf að vinna að því að gera klúbbinn sjáanlegri og meira spennandi.
 3. Ferðalangar til Alta:
  Kristín Ísfeld og Valborg Elísabet eru ákveðnar í að fara í ferðina. Gunnlaugur Dan og Guðrún Erla eru ekki alveg ákveðin. Gunnlaugur ætlar að hafa samband við ferðaskrifstofu og athuga með flug og verð. Guðrún Erla skoðar hvaða lög við eigum að leggja til að verði sungin í Alta.
 4. Sumarferðir:
  Rætt um tveggja daga ferðina að Smyrlabjörgum 24. -26. ágúst. Kári Jónasson verður fararstjóri. Gunnlaugur Dag ætlar að hafa samband við hótelið, láta bóka nægilega mörg herbergi þessa daga og athuga verð.
 5. Uppstillingarnefnd:
  Á næsta aðalfundi þarf að kjósa í stjórnina nýjan fomann og vefstjóra. Æskilegt er að allir stjórnarmenn skoði vel hugsanlegt fólk í þessi embætti. Guðrún Erla talar við Jóhann Ólafsson um hvort hann gefi kost á sér í stjórn.
 6. Önnur mál:
  Hvernig er staða eldri kennara á landinu utan Reykjavíkur. Er eitthvað sem við getum gert til þess að ná betur til þeirra sem eru utan höfuðborgarsvæðisins? Fleira ekki gert

Fundi slitið kl.12:10

Lesið 68 sinnum
Meira í þessum flokki 416. stjórnarfundur »