Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

416. stjórnarfundur

416. stjórnarfundur FKE, haldinn á heimili formanns kl. 9:00 13. mars 2020

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Halldór Þórðarson vefstjóri og Gunnlaugur Dan Ólafsson meðstjórnandi. Fjarverandi voru: Guðmundur Björn Kristmundsson varaformaður og Valborg Elísabet Baldursdóttir meðstjórnandi.

Formaður setti fund kl.9:10

 1. Ferðin til Alta:
  Guðrún Erla kannar hjá Valborgu hvort hún kjósi frekar að hafa ,,Litlu fluguna“ í lagavali til Alta eða ,,Snert hörpu mína“.
 2. Aðalfundur:
  Aðalfundi FKE verður frestað um óákveðinn tíma. Í næstu stjórn vantar tilnefningu til formanns og meðstjórnanda.
 3. Ferðakönnun:
  Í ferðakönnun sem birt var í síðasta fréttabréfi kom fram að félagar í FKE kjósa helst að fara í borgarferðir. Í könnuninni var valið um borgarferðir, rútuferðir eða sólarlandaferðir.
 4. Innanlandsferðir: 
  Ferðin að Smyrlabjörgum er áætluð 24.-25. ágúst og ætlar Gunnlaugur Dan að ræða við Kára Jónasson um pöntun á rútu og mat. Þeir ákveða svo í sameiningu hvar sé heppilegast að stoppa á leiðinni, borða og fara á snyrtingu. Miðvikudaginn 15. júlí er áætluð ferð í Borgarfjörð og ætlar Gunnlaugur Dan að tala við Eirík Jónsson, sem fæddur er og alinn upp í Reykholti, um hvort hann væri til í að vera leiðsögumaður í ferðinni.
 5. Önnur mál: 
  Stjórnarmenn FKE greiða ekki í ferðir eða fyrir heimsóknir á söfn sem félagið stendur fyrir, enda sjá þeir um að sinna gestum og ganga í þau störf sem þörf er á meðan á heimsókn stendur.
 6. Næsta fréttabréf kemur út í maí og þarf allt efni í það að vera tilbúið í apríl

Næsti fundur verður 5.maí kl.10

Fundi var slitið kl.10:30

Lesið 111 sinnum