Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

417. stjórnarfundur

417. stjórnarfundur FKE, haldinn þriðjudaginn 5. maí í Litla Holti, nýju húsnæði Kennarasambandsins við Borgartún.

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Björn Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnendur og Halldór Þórðarson vefstjóri.

Fundur var settur kl. 10:45 eftir að Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ og Anna María Gunnarsdóttir varaformaður höfðu gengið með okkur um hið nýja húsnæði og sýnt okkur aðstöðuna. Húsnæðið er hið glæsilegasta og ólíkt rýmra en var í gamla skólahúsinu við Laufásveg.

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

 1. Fundurinn í Alta.
  Marta ætlar að senda út fyrirspurn til Per Sætre um hvort áætlaður fundur stjórna eftirlaunakennara sem vera átti í júní 2020 verði í Noregi 2021 eða hvort Norðmenn detti út í þessari umferð.
 2. Ferðin í Borgarfjörð.
  Ákveðið var að fella niður ferðina í Borgarfjörð sem átti að vera um miðjan júlí.
 3. Ferðin að Smyrlabjörgum.
  Athugandi er að stefna áfram í ferð að Smyrlabjörgum um miðjan ágúst. Skoða þarf verð á mann miðað við að 30 manns fari í ferðina.
 4. Borgarferð í haust.
  Augljóst er að ekki verði farið í slíka ferð þetta haustið.
 5. Fréttabréfið.
  Verður sent út í byrjun júní.
 6. Starfið í haust.
  Áætlað er að halda aðalfund 3. október 2020 og reyna að fá Bergþór Pálsson og Albert á þann fund en sleppa spilavistinni.
 7. Stjórnarmenn 2020-2021.
  Í stjórnina vantar formann og vefstjóra.
 8. Önnur mál.
  Taka fyrir á næsta fundi hvaða reglur gildi um eftirlaunakennara varðandi leigu á orlofshúsum og íbúðum KÍ.

Næsti fundur verður 27. maí kl.9:00

Fundi slitið rétt fyrir kl.12:00

Lesið 22 sinnum