Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

418. stjórnarfundur

418. stjórnarfundur FKE,  miðvikudaginn 27. maí kl. 9:00 í Litla Holti, húsnæði Kennarasambandsins við Borgartún.

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Björn Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnandi og Halldór Þórðarson vefstjóri.

Fjarverandi: Kristín Ísfeld gjaldkeri og  Gunnlaugur Dan Ólafsson meðstjórnandi

Fundur var settur kl.9:20

 1. Réttindi eftirlaunakennara
  Ákveðið hafði verið á fundi 5.maí að fá einhvern frá orlofssjóði til þess að ræða réttindi eftirlaunakennara til leigu orlofshúsa og íbúða. 


  Ólöf Sigríður Björnsdóttir sér um orlofssjóðinn og var hún svo elskuleg að koma og svara spurningum okkar.
  Réttindi  eftirlaunakennara til leigu orlofsíbúða eru hin sömu og kennara í starfi alla mánuði ársins nema sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Þá mánuði fá kennarar sem eru í starfi að hafa forgang en fjórum dögum eftir að opnað er fyrir kennara í  starfi er opnað fyrir eftirlaunakennara. 
  Allir kennarar þurfa að eiga punkta. Hægt er að kaupa 24 orlofspunkta á ári. Verðgildi hvers punkts er kr.500-.
  Í lok ágúst er hægt að panta fram í janúar. Í september er opnað fyrir það sem er til leigu seinnihluta vetrar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eiga einnig rétt á íbúðum í Reykjavík.  Ekki má áframleigja íbúðirnar. 
  Vörðuleiti 2 er nýtt hús sem KÍ hefur keypt og vill í þess stað selja íbúðir  við Sóleyjargötu. Ekki hefur sala á Sóleyjargötu gengið ennþá en vonandi rætist úr því. 
  Nú er hætt að prenta orlofsblaðið og handbókina. Það eru ákvarðanir þeirrar stjórnar sem er við völd hverju sinni.
  Ólöf nefndi einnig að réttur kennara úr endurmenntunarsjóði, sjúkrasjóði og öðrum sjóðum félagsins falli niður um leið og kennari fer á eftirlaun. 
  Þá hvatti hún okkur í FKE að skrifa bréf varðandi dánarbætur sem henni fannst að allir sem hefðu verið í KÍ ættu að eiga rétt á. Það væri sjálfsagður virðingaréttur. Öll vorum við sammála um að mikilvægt sé að allar upplýsingar varðandi styrki og réttindi séu augljósar og aðgengilegar þegar starfslok nálgast.

  Netfang Ólafar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 2. Ferðin að Smyrlabjörgum2
  Rætt var um að ferðin að Smyrlabjörgum væri á áætlun og að Gunnlaugur Dan mundi verða áfram í sambandi við Kára Jónasson, hótelið og rútuna. Í fundargerð 417 kom fram að ekki væri búið að reikna út verð á mann í þá ferð en miðað var við 30 manns.
 3. Aðalfundurinn
  Marta ætlar að panta salinn á Grand Hóteli fyrir aðalfundinn 3. október. Hún ætlar einnig að hafa samband við Bergþór og Albert. Fundurinn hefst kl.13:30.
  Fréttabréfið kemur út í september og þá verður aðalfundurinn auglýstur.

Ekki var ákveðin dagsetning fyrir næsta fund.

Fundi var slitið kl.10:45

Lesið 58 sinnum
Meira í þessum flokki « 417. stjórnarfundur