Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

383. stjórnarfundur

Fundargerð
383. stjórnarfundur FKE haldinn 1. febrúar. 2017 í Kennarahúsinu kl. 10:00.

Mættir voru allir stjórnarmenn.
Halldór kynnti FKE síðu á KÍ vefnum. Þar eru komnir tenglar á myndasíðu fyrri vefs (GÓP) og fréttahorn ásamt fleiru.
Farið var yfir dagskrá skemmtifundar á laugardag sem er í föstum skorðum skv. venju.
Þóra sagði frá pöntun á flugi til Svíþjóðar í vor, horfur á næturflugi þangað, sem flestum þótti vera í góðu lagi.
Lengri sumarferðin verður farin til Siglufjarðar 29.júlí -30. ágúst. Verð fyrir tveggja manna herbergi í tvær nætur kr. 33.770 á mann. Tillaga kom fram að fara um Ýdali á heimleið, en það er líklega of mikið úr leið. Þá var stungið upp á Merkigili. Nánar um það síðar.
Styttri ferðin verður farin 18. júlí um Reykjanesskagann ef allt gengur upp með veitingar. Pétri var falið að ræða við Kristján rútubílstjóra um verð í báðar ferðirnar.
Rætt um dagskrána á hátíðafundinum 4. mars, sem er nokkurn veginn frágengin. Þetta verður nýtt form á hátíðahöldum í stað árshátíðar, sem var gengin sér til húðar að mati stjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið

Lesið 526 sinnum