Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

385. stjórnarfundur

Fundargerð 
385.stjórnarfundur FKE haldinn 3. apríl 2017 heima hjá Guðrúnu Láru varaformanni á Hagamel 14.

Mættir voru stjórnarmenn aðrir en Guðmundur sem hafði boðað forföll.

Formaður setti fund.
Rætt var um efni fréttabréfs. Það mun snúast um sumarferðir eins og áður en æskilegt að koma þar inn öðru efni um starfsemina.
Þá var rætt um bókmenntaklúbbinn og nauðsyn þess að fá honum umsjónarmenn. E.t.v. mætti breyta einhverju þar, en áhersla hefur verið lögð á að þetta er bókmenntaklúbbur en ekki leshringur.
Rætt um lagabreytingar sem þyrfti að leggja fyrir aðalfund. Í fyrsta lagi að aðalfundur verði framvegis haldinn í apríl en ekki í maí og að reikningsárið verði miðað við áramót. Ef til vill væri þörf á fleiri breytingum en þeirra yrði þá að geta í fundarboði.
Formaður upplýsti að fræðslunámskeið KÍ fyrir kennara sem eru að fara á eftirlaun verði hér syðra 26. apríl n.k. Óskað er eftir kynningu frá FKE hliðstætt því sem var á Akureyri í fyrra. Formaður fór þess á leit að ritari yrði með henni á þessum fundi líkt og þá. Ekki voru gerðar athugasemdir við það.
Auglýsa þarf aðalfund með tveggja vikna fyrirvara og þá um leið að geta tillagna til lagabreytinga.
Skrifstofa KÍ vill annast skráningu í ferðir okkar en finnst það nokkuð álag og ónæði af því.
Næsti fundur verður boðaður með netpósti frá formanni.
Fleira ekki gert, hægt á fundi undir klukkan 15:00 og sest að kaffi og kruðeríi hjá Guðrúnu Láru.
Ritari vék af fundinum kl. 15:15 sem virtist þá kominn að lokum.
Pétur Bjarnason skrifaði fundargerð.

Lesið 539 sinnum