Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

387. stjórnarfundur

Fundargerð 
387. stjórnarfundur FKE haldinn 10.05.2017 að Geitlandi 8 kl. 16:00.

Mættir voru allir stjórnarmenn auk Þóru A. Guðmundsdóttur, fráfarandi formanni.

Stjórnin skipti með sér verkum:
Pétur Bjarnason, formaður, kosinn á aðalfundi.
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, varaformaður.
Kristján Sigfússon, gjaldkeri.
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, ritari og umsjón með norrænum samskiptum (þó ekki fund í Svíþjóð í júni nk. þar sem það var allt skipulagt sl. haust).
Halldór Þórðarson, hefur vefumsjón, sér um félagatal og fréttabréf.
Stjórnarmenn og varamenn hafa ætíð verið jafngildir í störfum.

Halldór hefur nú fengið lénið www.fke.is og er sá vefur í vinnslu. Lénið kostar kr. 5.980. á ári. Fréttabréfið er einnig í vinnslu og var rætt um það. Formaður tók að sér að skrifa um aðalfundinn og eins þarf að finna myndir þaðan. Síðan þarf að fá límmiða hjá KÍ (Fjólu) til að senda þeim sem ekki hafa gefið upp netföng.

Þá var rætt nánar um sumarferðirnar en lagt verður af stað í báðar ferðir klukkan 9:00 frá BSÍ. Kominn er fararstjóri í Reykjanesferðina, en hún mun kosta kr. 12.000 á mann en Siglufjarðarferðin kr. 90.000 miðað við tveggja manna herbergi og kr. 130.000 í eins manns herbergi. Pétur, Guðrún Lára og Sigurlín munu skipta með sér leiðsögn í þeirri ferð og Guðmundur taka á móti hópnum á staðnum. Skráning í báðar ferðirnar fer fram í gegnum síma KÍ frá 1. til 15. júní (kynnt í fréttabréfinu).

Rætt var um skemmtifundina sem verið hafa á Grand hóteli á laugardögum. Ákveðið var að kanna nánar verð á veitingunum. Pétur og Guðrún Ólafía gera það.

Ákveðið var að stefna að næsta stjórnarfundi 22. maí, kl. 13:00 í Kennarahúsinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 18:15

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði fundargerð.

Lesið 534 sinnum