Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

388. stjórnarfundur

Fundargerð 
388. stjórnarfundur FKE haldinn 27.05.2017 í Kennarahúsinu kl. 16:00.

Mættir voru allir stjórnarmenn.

Rætt var um spila- og skemmtifundina á Grand Hóteli. Guðrún Ólafía hefur kannað málið og leitað samninga. Þeir bjóða kaffihlaðborðið á kr. 3.500. Í kaffihlaðborðinu er eftirfarandi; marensterta, flatkökur með hangikjöti, brauðterta með rækjum og skinku, nýsteiktar kleinur, döðlugott, blandaðir ferskir ávextir og saltkaramellu, rice krispies rjómabomba.
Þetta verður einu sinni í mánuði, nema októberfundurinn færist í lok september. 29. sept., 4. nóv., 2. des., 6. jan., 3. feb., 3. mars, 7. apríl og 5., maí. kl. 13-14.30.

Þá var enn rætt um sumarferðirnar, en lagt verður af stað í báðar ferðir klukkan 9:00 frá BSÍ. Kominn er fararstjóri í Reykjanesferðina, hún mun kosta kr. 12.000 á mann en Siglufjarðarferðin kr. 90.000 miðað við tveggja manna herbergi og kr. 130.000 í eins manns herbergi. Pétur og Sigurlín munu skipta með sér leiðsögn í þeirri ferð og Guðmundur taka á móti hópnum á staðnum og síðan leiðsegja um nágrennið. Skráning í báðar ferðirnar fer fram í gegnum síma KÍ. Stjórnarmenn skipta með sér verkum um skráningu dagana 1. -11. júni, frá kl. 13.-16. Þar munu tveir í senn taka við skráningu. Allt er frágengið varðandi sumarferðirnar.

Rætt var um bókmenntaklúbbinn og verður kynnt í haustblaðinu um starfsemi hans.

Allt er klárt fyrir Svíþjóðarferð og allir komnir með farseðla.

Ákveðið var að næsti stjórnarfundur verði eftir sumarferðirnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 18:00.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði fundargerð.

Lesið 578 sinnum