Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

389. stjórnarfundur

Fundargerð 
389. stjórnarfundur FKE haldinn 04.09.2017 í Kennarahúsinu kl. 10:00.

Mætt voru; Pétur, Halldór, Guðrún Lára, Guðrún Ólafía, Sigurlín og Guðmundur sem kom nokkru seinna. Kristján var forfallaður.

Pétur setti fund og þakkaði fyrir sumarferðirnar sem báðar tókust afar vel.

Halldór sýndi á skjá nýja vefinn sem hann er búinn að vinna mikið í. Fréttabréfin eru m.a. kominn inn og margt annað frá gamla vefnum. Hann mun vinna áfram með þetta. Fundarmenn lýstu ánægju sinni og þökkuðu honum frábæra vinnu.

Nú liggur á að koma næsta fréttabréfi út og var rætt um hvaða fréttum væri mikilvægt að koma að. Þótt fréttabréfið sé að mestu hefðbundið til að kynna vetrarstarf félagsins þarf að koma fyrir texta um nýtt samstarfsverkefni. Þar er um að ræða verkefni á vegum Rauða krossins í Reykjavík sem heitir Heilahristingur og snýr að heimanámsaðstoð fyrir börn. Verkefnið er unnið í samstarfi við Borgarbókasafnið sem lánar aðstöðu sína, en það vantar sjálfboðaliða. Stjórn FKE er jákvæð fyrir þessu verkefni og vill kynna það fyrir sínum félagsmönnum. Halldór mun koma texta inn í fréttablaðið.

Fræðslu- og skemmtifundirnir á Grand Hóteli munu halda áfram og verða einu sinni í mánuði, nema októberfundurinn færist í lok september: 30. sept., 4. nóv., 2. des., 6. jan., 3. feb., 3. mars, 7. apríl og 5. maí kl. 13-14.30. Pétur mun stjórna þeim sem formaður og Guðrún Ólafía mun sjá um spilaverðlaunin með aðstoð Guðmundar. Ekki liggur endanleg ákvörðun fyrir um verð á veislukaffinu til félagsmanna, enda gjaldkeri fjarverandi. Á haustmisseri mun stjórnin sjá um fræðsluþáttinn, nánar síðar.
Bókmenntaklúbburinn mun starfa á fimmtudögum í Kennarahúsinu í Austra. Eru það Unnur og Gréta Kaldalóns sem sjá um hann. Það verður: 5. og 19.okt., 2., 16. og 30. nóv., 11. og 25. jan., 8. og 22. feb., 8. og 22. mars, 5. og 26, apríl.

Ekkó-kórinn mun starfa eins og áður undir stjórn Bjarts Loga Guðjónssonar. Guðrún Erla er formaður stjórnar kórsins..

Örstutt var rætt um ferðir næsta sumars. Það er orðið mjög dýrt að ferðast um Ísland og gista á hótelum. Sigurlín var falið að athuga með ferð til Danmerkur, t.d. flug til Billund og ferðast um Jótland og Fjón. Skotland var einnig nefnt sem möguleiki í sumarferð.
Ákveðið var að næsti stjórnarfundur verði þann 14.9. nk. kl. 10.00.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 11:45.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði fundargerð.

Lesið 551 sinnum