Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

390. stjórnarfundur

Fundargerð 
390. stjórnarfundur FKE haldinn 14.09.2017 í Kennarahúsinu kl. 10:00.

Mætt voru; Pétur, Halldór, Kristján, Guðrún Lára, Guðrún Ólafía, Sigurlín og Guðmundur.

Fyrir fundinn var tekið rækilega til í skápum félagsins og ýmsu hent.

Pétur setti fund.
Halldór sýndi síðan á skjá fréttabréfið sem á að fara að senda út. Engar athugasemdir voru gerðar og allir ánægðir.
Beiðni hafði borist frá ekkju félagsmanns um hvort hún gæti haldið áfram í félaginu þótt hún hafi ekki verið kennari. Það var samþykkt.
Kristján fór yfir innkomu og kostnað vegna sumarferða 2017. Þær hafa staðið undir sér.
Þá var ákveðið verð fyrir skemmti- og fræðslufundina í vetur. Ákveðið var að það verði óbreytt til áramóta þrátt fyrir aukinn kostnað, kr. 2000 á mann.
Halldór þarf laun fyrir mikla vinnu við vefinn. Ákveðið var að hann fái kr. 25.000 á mánuði frá 1. september að telja. Síðan verður að skoða betur um eingreiðslu vegna yfirfærslunnar. Greiðslur til Gísla falla niður frá sama tíma.

Fundur 30. september; sagt verður frá og sýndar myndir úr sumarferðunum. Kristján segir frá Reykjanesferðinni en Ólafur Rúnar Þorvaldsson frá Grindavík var fararstjóri. Varðandi Siglufjarðarferðina setur Halldór upp myndir en Pétur segir frá.
Eftir er að ákveða hvað verður á dagskrá á fundum okkar í nóvember og desember. Verður það gert á næsta fundi.
Sigurlín verður tengiliður vegna norræna samstarfsins.

Önnur mál; Huga þarf að ferðum næsta sumars. Dagsferð gæti t.d. verið í Þórsmörk, Lengri ferðin etv. til Danmerkur. Sigurlín vinnur áfram að því.

Næsti fundur var ákveðinn 16. október kl. 14. í Kennarahúsinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 11:15.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði fundargerð.

Lesið 544 sinnum