Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

391. stjórnarfundur

Fundargerð 
391. stjórnarfundur FKE haldinn 16.10.2017 í Kennarahúsinu kl. 14:00.

Mætt voru; Pétur, Halldór, Guðrún Lára, Guðrún Ólafía, Sigurlín og Guðmundur.

Kristján var forfallaður.

Pétur setti fund.
Halldór biður um að fá meira efni til að setja inn á netið. Rætt var um að skrifa stutta frásögn af skemmti- og fræðslufundunum. Ritari mun sjá um það.
Laugardaginn 4.11. verða kynnt verk frá leikhúsunum, eitt frá hvoru; Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Formaður hefur verið í sambandi við þau og þetta mun skýrast nánar þegar nær dregur.
Laugardaginn 2.12. verður bókakynning og er formaður einnig að vinna að því. Bókatíðindi verða þá líka komin út. Nefnd var Kristín Steins. sem möguleiki.
Huga þarf að ferðum næsta sumars. Dagsferð gæti verið í Þórsmörk um miðjan júlí, skoða Eldfjallasetrið í Hvolsvelli og borða þar á svæðinu.
Lengri ferðin til Danmerkur í lok ágúst. Sigurlín vinnur áfram að því að kanna möguleika á þessum ferðum og kemur með tillögur á næsta fund.
Rætt var um að gera tölvu-könnun til að heyra hvaða nýbreytni félagsmenn kynnu að vilja í starfið.
Engin önnur mál.

Formaður sleit fundi kl. 15.15.

Næsti fundur var ákveðinn 15. nóvember kl. 10 í vestra í Kennarahúsinu.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði fundargerð.

Lesið 586 sinnum