Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

392. stjórnarfundur

Fundargerð 
392. stjórnarfundur FKE haldinn 15.11.2017 í Kennarahúsinu kl. 10:00.

Mætt voru; Pétur, Halldór, Kristján, Guðrún Ólafía, Sigurlín og Guðmundur.

Guðrún Lára var erlendis.

Pétur setti fund.

Rætt var um skemmtifund 2. desember. Þar mun EKKÓ-kórinn syngja en einnig er formaður að vinna í því að fá bókakynningu. Var rætt um hvaða höfundar væru áhugaverðastir. Vilborg Davíðsdóttir mun ekki koma núna heldur í febrúar og fjallar þá nánar um þann sagnaheim sem hún hefur kannað svo vel. Pétur vinnur áfram að málinu.
Sumarferðir 2018. Dagsferðin var ákveðin í Þórsmörk um miðjan júlí, skoða Eldfjallasetrið á Hvolsvelli og borða kvöldmat þar á svæðinu.
Verið er að kanna verð og möguleika á 5 daga ferð til Danmerkur í lok ágúst. Sigurlín er búin að vinna nokkra undirbúningsvinnu og hefur leitað upplýsinga hjá Vibeke Nörgaard Nielsen sem hún hefur skipulagt ferðir með í rúm tuttugu ár. Vibeke býr á Jótlandi og það er gott að hafa einhvern staðkunnugan. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar er tilbúin að sjá um allar bókanir á flugmiðum, gistingu og útvega rútu. Pétur og Sigurlín munu mæta á fund hjá ferðaskrifstofunni eftir nokkra daga. Eftir umræður var samþykkt að halda áfram með þessa vinnu.
Lagður var fyrir listi með spurningum fyrir tölvu-könnun til að heyra hvaða nýbreytni félagsmenn kynnu að vilja í starfið. Farið var yfir hann og orð á haft að hann væri góður. Halldór vinnur þetta áfram.
Rætt var um fréttabréf fyrir janúar 2018. Efnið verður unnið og verður að vera tilbúið á næsta fundi (í desember). Þar þarf að segja frá sumarferðunum, það verður að hækka verðið á kaffinu á Grand hóteli í kr. 2.500 og útskýra hvers vegna og síðan segja frá könnuninni.
Engin önnur mál.

Formaður sleit fundi kl. 11.15.

Næsti fundur var ákveðinn 11. desember kl. 11 í Kennarahúsinu.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði fundargerð.

Lesið 578 sinnum