Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

393. stjórnarfundur

Fundargerð 
393. stjórnarfundur FKE haldinn 11.12.2017 í Kennarahúsinu kl. 11:00.

Mætt voru; Pétur, Halldór, Kristján, Guðrún Ólafía, Guðrún Lára og Guðmundur.

Sigurlín var erlendis.
Pétur setti fund í seinna lagi.
Kristján greindi frá því að niðurgreiðslur vegna þriggja skemmtifunda næmi rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum, en þar vegur þungt góð mæting á desemberfund. Menn voru sammála um að þeta væri of mikið.
Hækkun gjalds um áramót mun slá á þennan kostnað.
Formaður bað Kristján gjaldkera að afla upplýsinga úr ársreikningum eða frá fyrri gjaldkera um það hvenær framlag Kennarasambandsins til FKE hækkaði síðast með það að markmiði að sækja um hækkun sem fyrst.
Rætt um möguleika á að færa sig um set með skemmtifundina eða þþa starfsemi sem verður ákveðin næsta haust og Borgir, félagsheimili Korpúlfa koma sterklega inn í myndina. Pétur mun kanna það. Þá var Guðrúnu Ólafíu ásamt Pétri falið að kanna verð á veitingum fyrir hátíðafund í mars. Aðgangseyrir á hann verður kr. 3.500.
Farið var yfir fréttabréf í janúar 2017 og fastir liðir yfirfærðir á næsta fréttbréf skv. venju. Texti þeirra verður styttur og þar skapast pláss fyrir aðrar fréttir.
Sumarferðirnar verða kynntar þannig að það verður væntanlega komin dagsetning á Þórsmerkurferðina fyrir prentun um miðjan janúar, en síðan verður sagt frá athugun stjórnar á mögulegri utanlandsferð næsta haust.
Aðgangseyrir skemmtifunda verður kr. 2.500 eftir áramót. Það verður kynnt og ástæður útskýrðar.
Greint verður frá könnuninni um starf FKE sem fer af stað eftir áramótin.
Halldór og Pétur verða í sambandi um texta á síðu 3 og e.t.v. 4 varðandi framangreint o.fl.
Ákveðið að Guðrún Lára verður með dagskrá á janúarfundinum og segi frá ferðalagi sínu í Austurlöndum en Pétur í febrúar, þar sem Kyndilmessa og sólargangur vítt um land verði tekið fyrir. Ekki ákveðið enn hver verður dagskrá hátíðafundarins en þar verði gjarnan tónlistaratriði og skemmtiatriði. Í apríl, sem verði jafnframt síðasti fundur vetrarins verði aðalfundarstörf og e.t.v. eitthvað fleira.
Fundi slitið um kl. 12.05.
Næsti fundur var ákveðinn 22. janúar 2018 kl. 11 í Kennarahúsinu, Austra.

Pétur Bjarnason skrifaði fundargerð.

Lesið 603 sinnum
Meira í þessum flokki « 392. stjórnarfundur