Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

2016 (3)

381. stjórnarfundur FKE haldinn 7. des. 2016 í Kennarahúsinu kl. 10:00. Mættir voru allir stjórnarmenn.
Í upphafi fundar urðu umræður um gæði skólastarfs á breiðum grunni. PISA kannanir og fleira sem ekki verður tíundað frekar hér.
Sumarferðir. Pöntuð gisting á Sigló Hótel 29.-30. ágúst næstkomandi. Ferðast um Siglufjörð, Tröllaskaga og nágrenni.
Dagsferð verður farin um Reykjanes.
Farið yfir fundadagskrá fram til vors. Hún mun birtast í fréttabréfinu. Hátíðafundur 4. mars, mun koma í stað árshátíðar. Hann hefst kl. 13:00 og málsverður í stað sætabrauðs. Skemmtiatriði.
Halldór er að vinna efni janúarblaðs og mun senda okkur í tölvupósti en ekki verða fleiri fundir í desember.
Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 11:50

Pétur Bjarnason skrifaði fundargerð.

Fundargerð

380. stjórnarfundur FKE haldinn 16. nóv. 2016 í Kennarahúsinu kl. 10:00. Mættir voru allir stjórnarmenn að lokum.
Formaður sagði frá Akureyrarferð sem hún fór 9. nóv ásamt ritara á fund KÍ með kennarum sem voru að komast á eftirlaunaaldur. Þar kynntu þau starfsemi FKE og ræddu m.a. um möguleika norðanmanna á að stofna deild eftirlaunakennara með stuðningi stjórnar FKE. Var þessu vel tekið en á óvart kom hvað margir höfðu aldrei heyrt á félagið minnst.
Viðraðar voru hugmyndir að ferðum næsta sumar, enda þarf að panta gistirými og beina með löngum fyrirvara. Lengri ferð er helst hugsuð sem tveggja nátta ferð um Norðausturlandið, gjarnan með þáttöku heimamanna. Dagsferðin yrði t.d. um Reykjanesið eða inn í Þórsmörk.
Þóra hættir sem formaður í vor því þá lýkur tíma hennar til setu í stjórn. Það þarf að fara að huga að arftaka hennar.
Rætt um undirbúning og efni janúarblaðsins. Hugmyndir um að breyta hönnun lítillega, t.d. taka upp stutta frétta- eða fróðleiksmola og birta í blaðinu.
Þá var rætt um hátíðafund 4. mars, og t.d. að hafa hann eftir hádegi og hafa brunch í stað hinna geðþekku hnallþóra sem sett hafa svip sinn á skemmtifundina. Nokkuð rætt um atriði til flutnings þar, ekkert ákveðið en unnið verður á milli funda úr hugmyndum.
Unnið verður efni janúarblaðs að nokkru á milli funda með samskiptum og tölvupóstum en gengið frá fréttabréfinu á næsta fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 11:50

Pétur Bjarnason skrifaði fundargerð.

Fundargerð

378. stjórnarfundur FKE haldinn 17. okt. 2016 í Kennarahúsinu kl. 10:00. Mættir voru þessir stjórnarmenn: Þóra, Kristján, Halldór, Guðmundur og Pétur. Guðrún Ólafía og Guðrún Lára voru forfallaðar.
Ragnhildur Sigrún Björnsdóttir, starfsmaður KÍ, kynnti vef Kennarasambandsins og hvernig umhverfi vefstjóra væri. Halldór mun annast þennan þátt fyrir okkur en Pétur mun einnig fá aðgangsorð að vefnum. Gísi Ólafur Pétursson hefur verið með þessi mál á sinni könnu og sinnt þeim mjög vel en hefur lýst áhuga á að fara að minnka við sig vinnu.
Næstu skemmtifundir. Rætt var um efni þeirra. Þriðja æviskeiðið verður til umfjöllunar og kynningar. Hans Guðmundsson fulltrúi samtaka sem nefna sig U3A mun gera það í nóvember. Kórinn verður á dagskrá í desember að vanda og upplestur, sem enn hefur ekki verið valinn, en rætt var um upplestur úr nýrri bók um Jóhannes úr Kötlum og einnig “Skapandi skrif” á vegum Menningarsmiðjunnar. Nánar í nóvember um það.
Nokkur umræða varð um skólasögu og vangaveltur um hvort FKE gæti gert það að verkefni sínu að hlúa að því starfi sem er í gangi sem virðist engan veginn vera nóg. Þá kom upp sú hugmynd að FKE gæti beitt sér fyrir því að komið yrði upp skólasögusafni. Skólasaga 20. aldar hefur verið vanrækt og þyrfti að gera átak í söfnun heimilda til hennar.
Þá var rætt um hátíðafund 4. mars, sem koma ætti í stað árshátíðar og lauslega viðraðar hugmyndir að dagskrá. Ekkert er þó í hendi varðandi það.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:50

Pétur Bjarnason skrifaði fundargerð.