Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

2014 (1)

356. stjórnarfundur Félags kennara á eftirlaunum var haldinn á heimili formanns, Glæsibæ 9, 24. október 2014, kl. 9:00. Mættir voru á fundinn allir stjórnarmenn: Einnig sat fundinn Emil Hjartarson.

Þetta gerðist.

Formaður setti fund. Fundarefni var Selfossmótið næsta sumar. Formaður lagði fram lista yfir kostnaðarliði sem fylla þarf út ásamt tilboði Viking Tours frá Vestmannaeyjum.

Eftir að rætt hafði verið um ýmsa kostnaðarliði sem þegar eru þekkir var fyllt út í þau atriði listans sem nú er vitað um. Eftir því sem á líður fækkar óvissuþáttum og fátt sem bendir til annars en hægt verði að leggja fram kostnaðaráætlun á tilsettum tíma í nóvember.

Hér verður farið yfir helstu ætlaða kostnaðarliði:

22.06. Komudagur. Alls kr. 11.000. Rúta frá flugvelli kr. 2.500, kaffi við komu kr. 600, kvöldverður kr. 6.500, ófyrirséð kr. 1.400, m.a. vegna fleiri bíla eða annars.

23.06.: Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Skálholt. Alls kr. 14.000. Rúta kr. 2.000, leiðsögn kr. 1.000, matur, Laugarvatni kr. 3.000, flatkökur eða annað nesti á Þingvöllum, kr. 1.000. Kvöldverður á Selfossi kr. 6.500. Ófyrirséð kr. 500.

24.06. Vestmannaeyjar. Alls kr. 20.000. Rúta kr. 3.000, Fargjald í Herjólf kr. 2.500, Matur kr. 3.000, Sigling kr. 4.000, Eldheimar kr. 1.500, leiðsögn kr. 1.000 og kvöldverður á Hvolsvelli kr. 5.000.

25.06. Hveragerði, Hellisheiði, Nesjavellir. Alls kr. 18.000. Rúta kr. 2.000, leiðsögn kr. 1.000, matur í Hveragerði kr. 2.000, ófyrirséð kr.1.000. Kvöldverður á Selfossi með fordrykk og borðvíni kr. 12.000.

Prentkostnaður, sönghefti, gagnapokar, nafnspjöld og upplýsingablöð er áætlaður kr. 7.000 á mann.

Skemmtiatriði, undirleikur og e.t.v. fleira kr. 3.000 á mann.

Alls er þessi kostnaður kr. 73.000. Gisting í tveggja manna herbergi er kr. 50.000 og í eins manns herbergi kr. 85.000, eða 30.000 krónum hærri.

Heildarkostnaður á þessu stigi áætlaður kr. 123.000 á mann í tveggja manna herbergi, en kr. 153.000 í eins manns herbergi.

Næsti fundur var ákveðinn mánudaginn 10. nóvember n.k. kl. 10:00 í Kennarahúsinu.

Ritari og Emil viku af fundi kl. 10:10, þar sem þeirra var vænst á annan fund. Samkvæmt heimildum var nokkru frekar rætt um ýmis atriði sem að framan er getið, án ákvarðana, en formanni þakkaðar höfðinglegar veitingar.

Fleira ekki gert og fundi slitið á elleftu stundu.

Pétur Bjarnason

fundarritari.