Fundargerðir

Innskráning

Nýskráning

2020 (4)

418. stjórnarfundur FKE,  miðvikudaginn 27. maí kl. 9:00 í Litla Holti, húsnæði Kennarasambandsins við Borgartún.

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Björn Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnandi og Halldór Þórðarson vefstjóri.

Fjarverandi: Kristín Ísfeld gjaldkeri og  Gunnlaugur Dan Ólafsson meðstjórnandi

Fundur var settur kl.9:20

 1. Réttindi eftirlaunakennara
  Ákveðið hafði verið á fundi 5.maí að fá einhvern frá orlofssjóði til þess að ræða réttindi eftirlaunakennara til leigu orlofshúsa og íbúða. 


  Ólöf Sigríður Björnsdóttir sér um orlofssjóðinn og var hún svo elskuleg að koma og svara spurningum okkar.
  Réttindi  eftirlaunakennara til leigu orlofsíbúða eru hin sömu og kennara í starfi alla mánuði ársins nema sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Þá mánuði fá kennarar sem eru í starfi að hafa forgang en fjórum dögum eftir að opnað er fyrir kennara í  starfi er opnað fyrir eftirlaunakennara. 
  Allir kennarar þurfa að eiga punkta. Hægt er að kaupa 24 orlofspunkta á ári. Verðgildi hvers punkts er kr.500-.
  Í lok ágúst er hægt að panta fram í janúar. Í september er opnað fyrir það sem er til leigu seinnihluta vetrar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eiga einnig rétt á íbúðum í Reykjavík.  Ekki má áframleigja íbúðirnar. 
  Vörðuleiti 2 er nýtt hús sem KÍ hefur keypt og vill í þess stað selja íbúðir  við Sóleyjargötu. Ekki hefur sala á Sóleyjargötu gengið ennþá en vonandi rætist úr því. 
  Nú er hætt að prenta orlofsblaðið og handbókina. Það eru ákvarðanir þeirrar stjórnar sem er við völd hverju sinni.
  Ólöf nefndi einnig að réttur kennara úr endurmenntunarsjóði, sjúkrasjóði og öðrum sjóðum félagsins falli niður um leið og kennari fer á eftirlaun. 
  Þá hvatti hún okkur í FKE að skrifa bréf varðandi dánarbætur sem henni fannst að allir sem hefðu verið í KÍ ættu að eiga rétt á. Það væri sjálfsagður virðingaréttur. Öll vorum við sammála um að mikilvægt sé að allar upplýsingar varðandi styrki og réttindi séu augljósar og aðgengilegar þegar starfslok nálgast.

  Netfang Ólafar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 2. Ferðin að Smyrlabjörgum2
  Rætt var um að ferðin að Smyrlabjörgum væri á áætlun og að Gunnlaugur Dan mundi verða áfram í sambandi við Kára Jónasson, hótelið og rútuna. Í fundargerð 417 kom fram að ekki væri búið að reikna út verð á mann í þá ferð en miðað var við 30 manns.
 3. Aðalfundurinn
  Marta ætlar að panta salinn á Grand Hóteli fyrir aðalfundinn 3. október. Hún ætlar einnig að hafa samband við Bergþór og Albert. Fundurinn hefst kl.13:30.
  Fréttabréfið kemur út í september og þá verður aðalfundurinn auglýstur.

Ekki var ákveðin dagsetning fyrir næsta fund.

Fundi var slitið kl.10:45

417. stjórnarfundur FKE, haldinn þriðjudaginn 5. maí í Litla Holti, nýju húsnæði Kennarasambandsins við Borgartún.

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Björn Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnendur og Halldór Þórðarson vefstjóri.

Fundur var settur kl. 10:45 eftir að Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ og Anna María Gunnarsdóttir varaformaður höfðu gengið með okkur um hið nýja húsnæði og sýnt okkur aðstöðuna. Húsnæðið er hið glæsilegasta og ólíkt rýmra en var í gamla skólahúsinu við Laufásveg.

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

 1. Fundurinn í Alta.
  Marta ætlar að senda út fyrirspurn til Per Sætre um hvort áætlaður fundur stjórna eftirlaunakennara sem vera átti í júní 2020 verði í Noregi 2021 eða hvort Norðmenn detti út í þessari umferð.
 2. Ferðin í Borgarfjörð.
  Ákveðið var að fella niður ferðina í Borgarfjörð sem átti að vera um miðjan júlí.
 3. Ferðin að Smyrlabjörgum.
  Athugandi er að stefna áfram í ferð að Smyrlabjörgum um miðjan ágúst. Skoða þarf verð á mann miðað við að 30 manns fari í ferðina.
 4. Borgarferð í haust.
  Augljóst er að ekki verði farið í slíka ferð þetta haustið.
 5. Fréttabréfið.
  Verður sent út í byrjun júní.
 6. Starfið í haust.
  Áætlað er að halda aðalfund 3. október 2020 og reyna að fá Bergþór Pálsson og Albert á þann fund en sleppa spilavistinni.
 7. Stjórnarmenn 2020-2021.
  Í stjórnina vantar formann og vefstjóra.
 8. Önnur mál.
  Taka fyrir á næsta fundi hvaða reglur gildi um eftirlaunakennara varðandi leigu á orlofshúsum og íbúðum KÍ.

Næsti fundur verður 27. maí kl.9:00

Fundi slitið rétt fyrir kl.12:00

416. stjórnarfundur FKE, haldinn á heimili formanns kl. 9:00 13. mars 2020

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Halldór Þórðarson vefstjóri og Gunnlaugur Dan Ólafsson meðstjórnandi. Fjarverandi voru: Guðmundur Björn Kristmundsson varaformaður og Valborg Elísabet Baldursdóttir meðstjórnandi.

Formaður setti fund kl.9:10

 1. Ferðin til Alta:
  Guðrún Erla kannar hjá Valborgu hvort hún kjósi frekar að hafa ,,Litlu fluguna“ í lagavali til Alta eða ,,Snert hörpu mína“.
 2. Aðalfundur:
  Aðalfundi FKE verður frestað um óákveðinn tíma. Í næstu stjórn vantar tilnefningu til formanns og meðstjórnanda.
 3. Ferðakönnun:
  Í ferðakönnun sem birt var í síðasta fréttabréfi kom fram að félagar í FKE kjósa helst að fara í borgarferðir. Í könnuninni var valið um borgarferðir, rútuferðir eða sólarlandaferðir.
 4. Innanlandsferðir: 
  Ferðin að Smyrlabjörgum er áætluð 24.-25. ágúst og ætlar Gunnlaugur Dan að ræða við Kára Jónasson um pöntun á rútu og mat. Þeir ákveða svo í sameiningu hvar sé heppilegast að stoppa á leiðinni, borða og fara á snyrtingu. Miðvikudaginn 15. júlí er áætluð ferð í Borgarfjörð og ætlar Gunnlaugur Dan að tala við Eirík Jónsson, sem fæddur er og alinn upp í Reykholti, um hvort hann væri til í að vera leiðsögumaður í ferðinni.
 5. Önnur mál: 
  Stjórnarmenn FKE greiða ekki í ferðir eða fyrir heimsóknir á söfn sem félagið stendur fyrir, enda sjá þeir um að sinna gestum og ganga í þau störf sem þörf er á meðan á heimsókn stendur.
 6. Næsta fréttabréf kemur út í maí og þarf allt efni í það að vera tilbúið í apríl

Næsti fundur verður 5.maí kl.10

Fundi var slitið kl.10:30

415. stjórnarfundur FKE, haldinn á heimili formanns kl. 10:30 22. janúar 2020

Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Halldór Þórðarson vefstjóri, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnendur.

Formaður settir fund kl.10:30

 1. Hátíðarfundur 7. mars:
  Fundurinn hefst kl.13:00 með hádegisverði (Brunch). Verð er kr.3000 – og er niðurgreitt af félaginu. Fullt verð er kr. 4600. Ákveðið að reyna að fá Pétur Bjarnason sem veislustjóra og athuga með Bergþór Pálsson og/eða Albert maka hans til þess að skemmta. Ekkó –kórinn mun syngja.
 2. Fréttabréfið:
  Halldór var með drög að næsta Fréttabréfi en bætt var inn upplýsingum sem fram komu á fundinum s.s. að safnaferð verður í Perluna 12. febrúar kl.13:30. Skoðaðar verða tvær sýningar, Undur íslenskrar náttúru og norðurljósasýningin Áróra. Verð kr.2245- og innifalið í verði er kaffi og kleina. Þá var aðeins rætt um Bókmenntaklúbbinn. Marta ætlar að kanna hvort ekki komi fljótlega að því að flutt verði af Laufásvegi inn í Borgartún og þá þarf að vinna að því að gera klúbbinn sjáanlegri og meira spennandi.
 3. Ferðalangar til Alta:
  Kristín Ísfeld og Valborg Elísabet eru ákveðnar í að fara í ferðina. Gunnlaugur Dan og Guðrún Erla eru ekki alveg ákveðin. Gunnlaugur ætlar að hafa samband við ferðaskrifstofu og athuga með flug og verð. Guðrún Erla skoðar hvaða lög við eigum að leggja til að verði sungin í Alta.
 4. Sumarferðir:
  Rætt um tveggja daga ferðina að Smyrlabjörgum 24. -26. ágúst. Kári Jónasson verður fararstjóri. Gunnlaugur Dag ætlar að hafa samband við hótelið, láta bóka nægilega mörg herbergi þessa daga og athuga verð.
 5. Uppstillingarnefnd:
  Á næsta aðalfundi þarf að kjósa í stjórnina nýjan fomann og vefstjóra. Æskilegt er að allir stjórnarmenn skoði vel hugsanlegt fólk í þessi embætti. Guðrún Erla talar við Jóhann Ólafsson um hvort hann gefi kost á sér í stjórn.
 6. Önnur mál:
  Hvernig er staða eldri kennara á landinu utan Reykjavíkur. Er eitthvað sem við getum gert til þess að ná betur til þeirra sem eru utan höfuðborgarsvæðisins? Fleira ekki gert

Fundi slitið kl.12:10