Myndbönd

Innskráning

Nýskráning

Administrator

Sunnudagur, 03 Nóvember 2019 15:10

Ganga á morgun 4. nóv.

Nú mætum við á bílastæðið við Nauthól í Nauthólsvík  kl. 13:00 og göngum þaðan í vesturátt.
Kaffi á Nauthól á eftir.

Föstudagur, 01 Nóvember 2019 12:03

Grandfundur 2. nóvember

Laugardaginn, 2. nóvember verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði og hefst kl. 13:30

Spiluð verður félagsvist og Grandveisla á eftir með kaffi og  góðu meðlæti.

Guðmundur Kristmundsson  verður með innlegg eftir kaffið  sem hann kallar Saga úr skóla og nokkur ljóð.

Verðið er það sama og fyrr, kr. 2.500.

Mætum vel og skemmtum okkur saman.

Stjórn FKE.

Þriðjudagur, 29 Október 2019 15:23

Fundargerð aðalfundar FKE 2019

Aðalfundur FKE 6. apríl 2019

Aðalfundur FKE var haldinn á Grand hóteli 6. apríl 2019, eftir að spiluð hafði verið félagsvist samkvæmt venju.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundarstjóri var kjörinn Emil Hjartarson og síðan gengið til dagskrár.

Skýrsla stjórnar 
Pétur Bjarnason formaður flutti skýrslu stjórnar. Fór hann yfir helstu atriði úr starfi síðasta árs, sem var að miklu leyti hefðbundið. Þó var brugðið út af því með utanlandsferð í stað hefðbundinnar haustferðar og var farið til Danmerkur síðasta haust. Var þátttaka góð og ferðin vel heppnuð. Með þessu var brugðist við óskum félagsmanna í skoðanakönnun síðasta vetur. Sama má segja um gönguferðir sem voru vikulega í vetur og verður þeim örugglega framhaldið. Þá voru teknar upp ferðir á söfn, sem mæltust ágætlega fyrir. Margt fleira kom fram í skýrslu stjórnar sem ekki verður tíundað frekar hér.

Kristín Ísfeld flutti skýrslu gjaldkera, en hún var fengin til að taka starfið að sér vegna forfalla Kristjáns Sigfússonar síðasta haust. Kristín er ekki óvön þessum starfa, því hún var gjaldkeri stjórnar í mörg ár, en lét af stjórnarsetu fyrir fimm árum. Fjárhagsstaða félagsins er góð en það fékk nokkra hækkun framlags frá KÍ á síðasta vori.Litlar umræður urðu um skýrslurnar og voru reikningar samþykktir samhljóða.

Kosningar
Í stjórn FKE sátu fyrir aðalfundinn: Pétur Bjarnason, formaður, Guðmundur Kristmundsson, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Halldór Þórðarson, Kristín Ísfeld, sem hefur starfað sem staðgengill Kristjáns Sigfússonar sem forfallaðist óvænt síðasta haust, Marta Sigurðardóttir, og Sigurlín Sveinbjarnardóttir.

Pétur Bjarnason gengur úr stjórn þar sem hann hefur starfað þar í sex ár og er því ekki gjaldgengur til endurkjörs. Sömuleiðis óska Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Kristján Sigfússon og Sigurlín Sveinbjarnardóttir eftir að láta af stjórnarstörfum.

Tillaga stjórnar lá frammi um Mörtu Sigurðardóttur til embættis formanns, en hún hefur verið í stjórn FKE. Ekki komu fram aðrar tillögur og er Marta því kjörin formaður FKE til eins árs.

Tillaga stjórnar lá frammi um tvo stjórnarmenn til eins árs í stað Kristjáns og Sigurlínar. Lagt var til að Halldór Þórðarson, sem setið hefur í stjórn, og Guðrún Erla Björgvinsdóttir, sem kæmi þá ný inn í stjórnina yrðu kosin til eins árs. Ekki komu fram aðrar tillögur og eru þau því réttkjörnir stjórnarmenn til eins árs.

Kjósa þurfti tvo stjórnarmenn til tveggja ára, skv. lögum og hefðum. Tillaga stjórnar lá frammi um Guðmund Kristmundsson og Kristínu Ísfeld. Guðmundur situr í stjórninni og Kristín kom í gjaldkerastarfið um áramót en hafði ekki hlotið kosningu til starfsins. Ekki komu fram aðrar tillögur og eru þau því rétt kjörnir stjórnarmenn til tveggja ára.

Tillaga stjórnar lá frammi um að Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir komi ný inn sem varamenn í stjórn. Ekki komu fram aðrar tillögur og voru þau því réttkjörnir varamenn til eins árs.

Tillaga stjórnar um skoðunarmenn reikninga FKE: Egill Sigurðsson og Þorvaldur Jónasson, þrautreynda menn var samþykkt með lófataki.
Ekki urðu umræður um önnur mál á aðalfundinum.

Nýkjörinn formaður Marta Sigurðardóttir ávarpaði aðalfundinn, þakkaði traust sér sýnt, ræddi nokkuð um hlutverk stjórnarinnar og verkefni hennar framundan og sleit síðan fundi.

Fundargerð skrifaði Pétur Bjarnason 28.10.2019 eftir minnispunktum og fyrirliggjandi gögnum.

Myndir: Halldór Þórðarson

Þriðjudagur, 29 Október 2019 15:16

Fundargerð aðalfundar FKE 2018

Aðalfundur FKE 7. apríl 2018

Alls mættu 46 gestir og spilað var á 7 borðum. Myndir voru sýndar úr ýmsum ferðum.
Vinningshafar spilaverðlauna; Gunnar Finnsson fékk karlaverðlaunin og Margrét Barðadóttir kvennaverðlaunin og hlutu þau bókaverðlaun til skemmtilestrar frá Uglu Útgáfu ásamt Pésa Péturs Bjarnasonar.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.

Aðalfundurinn:
Formaður stjórnaði sjálfur fundinum. Bað hann um leyfi fundarins að breyta röð liða og taka lagabreytingar fyrr inn. Var það samþykkt.
Þá var skýrsla stjórnar flutt og gjaldkeri útskýrði ársreikning. Var hvoru tveggja samþykkt. Lagabreytingarnar miðuðu einkum að samræmingu á orðalagi við lög KÍ. Var tillagan samþykkt.
Kosning stjórnar.
Formaður kosinn til eins árs: Pétur Bjarnason.
Halldór og Guðrún Ólafía voru kosin til tveggja ára í fyrra og eiga því eitt ár eftir. Kristján og Sigurlín voru núna kosin til tveggja ára. Guðmundur og Marta Sigurðardóttir eru í varastjórn, kosin til eins árs.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundum.

Þriðjudagur, 29 Október 2019 14:37

Göngur í október

Mánudaginn 7. okt. var gengið um Fossvogsdalinn, 14. október umhverfis Vífilsstaðavatn, 21. október um Elliðaárhólma og dal og 28. október var gengið umhverfis Rauðavatn.
Veður alltaf ágætt og þátttaka hefur verið afar góð en síst í Rauðavatnsgöngunni.

Myndir tóku: Pétur Bjarnason, Marta Sigurðardóttir og Halldór Þórðarson

Fimmtudagur, 03 Október 2019 15:21

2019

September

Maí

Janúar

Miðvikudagur, 02 Október 2019 11:48

Írlandsferð FKE

Þrjátíu og sex manns tók þátt í ferð FKE til Dublin og um Vestur-Írland, sem Bændaferðir tóku að sér að sjá um og var farin í byrjun september. Fararstjóri var Jón Baldvin Halldórsson, sem var bæði sinnugur og margfróður um Dublin og Írland. Samdóma álit ferðafélaganna var að þessi ferð hefði í alla staði tekist mjög vel og hvergi hljóp snurða á þráðinn. Þá var ekki verra að veðrið lék við ferðalangana allan tímann.

Bændaferðir og Jón Baldvin fararstjóri okkar fá bestu þakkir fyrir vel heppnaða ferð.

Myndir: Kristján Sigfússon

Miðvikudagur, 02 Október 2019 11:32

Gönguferðir

Gönguhópurinn tekur til starfa mánudaginn 7. október. kl. 13:00 og þá kemur hópurinn saman við bílastæðið í Suðurhlíðum í Fossvogi. Kaffi verður á eftir í Bakarameistaranum, Austurveri. Gangan verður alltaf á mánudögum kl. 13:00. Eins og í fyrra verður netfangalisti notaður og tilkynnt um næsta göngustað með netpósti, yfirleitt á laugardag og nýir félagar ávallt velkomnir. 

Göngustjórar verða fyrst um sinn Pétur Bjarnason og Valborg Baldvinsdóttir. Netfang Péturs er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími 892 0855. Sími og netfang Valborgar er á lista yfir stjórnarmenn aftast í Fréttabréfinu.
Ef eitthvað er óljóst þá skrifið eða hringið.

Föstudagur, 13 September 2019 18:35

411. stjórnarfundur

 411. Stjórnarfundur FKE haldinn í  Kennarahúsinu við Laufásveg 11. september 2019


Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Kristmundsson varaformaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Halldór Þórðarson vefstjóri, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir meðstjórnendur. Fjarverandi var Kristín Ísfeld gjaldkeri.

 1. Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
  Í september kemur út 1. Fréttabréf vetrarins og er því nauðsynlegt að allar upplýsingar sem í því eiga að birtast komi sem fyrst. Árlega koma út þrjú Fréttabréf, í september, janúar og í maí. Í ár er 39. árgangur Fréttabréfsins.
 2. Mánaðarlegir fundir á Grandhóteli verða 5. október, þar sem spiluð verður félagsvist, sagt frá ferðalögum sumarsins og síðan er kaffi og meðlæti. 2. nóvember,félagsvist og kaffiveitingar en ekki enn ákveðið hvað verður til skemmtunar. 7. desember verður jólafundur og þá verður auk félagsvistar lesið upp úr jólabókum og Ekkó-kórinn syngur. 11. janúar, félagsvist og kaffi. 1. febrúar, félagsvist og kaffi. 7. mars verður hátíðarfundur og 4. apríl verður aðalfundur, auk félagsvistar og veitinga. Samþykkt var að biðja Kristínu gjaldkera um að athuga með verð á kaffi og meðlæti og e.t.v. að draga aðeins úr meðlætinu en það hefur verð óþarflega mikið.
 3. Bókaklúbburinn er tvisvar sinnum í mánuði á fimmtudögum . Stjórnin sér um að panta aðstöðu í Kennarahúsinu. Umsjón með klúbbnum í vetur verða Gréta Kaldalóns og Guðlaug Unnur Magnúsdóttir. Bókaklúbburinn hefur séð um upplestur á jólafundi.
 4. Heimsóknir á söfn og stofnanir. Rætt um að skoða safnið í Perlunni fyrir áramót t.d. í október og Hellisheiðavirkjun eftir áramót. Þá var rætt um að skoða Vigdísarhús, fyrir áramót e.t.v. í nóvember en ekki búið að taka ákvörðun um hvert verði farið eftir áramótin.
 5. Gönguferðir verða á mánudögum kl.13:00 eins og áður og farið í kaffi og spjall eftir göngu. Pétur sér um að leiða göngurnar og Valborg Elísabet verður vara leiðsögumaður. 
 6. Norrænt samstarf - öll Norðurlönd nema Grænland hafa tekið þátt í því samstarfi. Aðal hugsun á bak við samstarfið er að hafa gaman saman. Að sjálfsögðu er ástæða til þessa að skoða eitthvað markvert í viðkomandi landi og halda samstarfsfundi. Ísland hefur aðeins 10 sæti í þessu samstarfi en alls geta þetta verið um eða yfir 100 manns frá þessum 6 löndum. Næsti fundur verður í Noregi 13.-19. júní 2020. Fundur verðu haldinn á Íslandi 7.- 11. júní 2021. Búið er að panta herbergi á Hótel Keflavík en ákveðið að Gunnlaugur Dan og Guðrún Erla kanni aðstæður og komi með hugmyndir að dagskrá þessa daga á Suðurnesjum.
 7. Fleira ekki gert. Fundi slitið rétt fyrir kl.12:00
  Næsti fundur 23. október kl.11.00
Föstudagur, 13 September 2019 18:28

410. stjórnarfundur

 410. fundur var haldinn 7. maí 2019  í Kennarahúsinu.

 1. Mættir voru: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Kristmundsson varaformaður, Kristín Ísfeld gjaldkeri, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Halldór Þórðarson vefstjóri, Valborg Elísabet Baldvinsdóttir og Gunnlaugur Dan Ólafsson meðstjórnendur
  Fundur settur: Marta setti fund kl.rúmlega 10
 2. Breytingar í hópi Færeyjaferðalanga
  Tveir þátttakendur boðuðu forföll. Var búið var að greiða ferðina að fullu, en svo heppilega vildi til að Valborg Baldvins og Ingibjörg Júlíusdóttir ætla að fara í stað þeirra sem duttu út.
 3. Sumarferð til Stykkishólms 17. júlí. Kristín var með tvö tilboð um verð á mat. Annars vegar frá Hamri og hins vegar Landnámssetrinu í Borgarnesi. Ákveðið var að taka tveggja rétta tilboði frá Landnámssetri. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 8:00, stutt stopp í Borgarnesi og vera komin í Stykkishólm rúmlega hálf ellefu. Báturinn leggur af stað kl. 11:00 en áætlað er að fara í 3ja tíma siglingu frá Stykkishómi. Eftir siglinu getur fólk skoðað sig um í Hólminum. Matur á Landnámssetrinu kl. 18.00 og komið til Reykjavíkur um kl.21:00. Verð á ferðinni með matnum kr. 12.000.
 4. Sumarferð að Stóru-Tjörnum 14.-16. ágúst.
  Verð á tveggja manna herbergi með baði er kr. 29.000 nóttin. Eins manns herbergi með baði kr. 24.000. Talað um að stansa jafnvel á Hvammstanga á leið norður, borða súpu og skoða selasafnið. Fara svo næsta dag til Húsavíkur, um Tjörnes og í Ásbyrgi.
  Áætlað að borða fyrra kvöldið á hótelinu á Stóru-Tjörnum og á Húsavík seinna kvöldið. Hugsanlegt að borða hádegisverð á Laugabakka á bakaleið. Koma til Reykjavíkur kl.16:00-17:00
 5. Gönguhópur varð til eftir að óskir bárust frá áhugasömum félögum. Pétur Bjarna og Valborg Baldvins ætla að taka að sér stjórn gönguhópsins. Göngurnar eru á mánudögum kl. 13.00
 6. Fréttabréf FKE kemur út um miðjan maí. Allt efni í bréfið þarf að vera komið um næstu helgi.
 7. Hugmyndir
  Grandfundir eru og verða fyrsta laugardag í mánuði. Áætlað að fara tvisvar á söfn, fyrir og eftir áramót. Heimsókn í stofnanir en ekki búið að ákveða í hvaða stofnanir verður farið.
 8. Önnur mál
  Bréf barst frá Kára Kaaber um að FKE sendi fulltrúa á fund í málræktarsjóði. Fundurinn verður 7. júní. Guðmundur kannar hvort ástæða sé til þess að senda fulltrúa.
 9. Fundið slitið kl.11.20
Page 4 of 14