Myndbönd

Innskráning

Nýskráning

Administrator

Þriðjudagur, 26 Mars 2019 16:28

Gangan 25. mars

Þann 25. mars var gengið um Fossvogsdalinn.

Gangan er talin sú lengsta sem hópurinn hefur gengið í senn fram til þessa, því 5,6 km voru lagðir að baki á klukkutíma og tíu mínútum.

Í leiðbeiningum sem gefnar voru til að finna  bílastæðið í Fossvogi var nefnd leiðin niðureftir, stundum kölluð Milli lífs og dauða.

Einn göngumanna, Skarphéðinn Guðmundsson, Siglfirðingur laumaði vísu til göngustjóra:

(Hugsað til Lykla-Péturs)

Viljum með Pétri gjarnan ganga

um göngustíga næstum auða.

En skrítið er líka að langa

á leið milli lífs og dauða.

Myndir: Pétur Bjarnason

Þriðjudagur, 26 Mars 2019 11:54

Sjóminjasafnið 13. mars

FKE stóð fyrir ferð í Sjóminjasafnið 13. mars s.l.

Milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu í afar fróðlega og skemmtilega ferð.

Vegna þessa  fjölda var hópnum skipt, fór helmingur um safnið fyrst og hinn helmingurinn skoðaði varðskipið Óðin undir mjög góðri leiðsögn Pálma Hlöðverssonar, fyrrum stýrimanns og skipherra þar.

Á safninu vöktu athygli fjölbreyttir möguleikar með aðstoð margmiðlunar og fornleifarannsóknir fyrir ströndum landsins.

Síðan skiptu hóparnir.

Þessi heimsókn þótti afar vel heppnuð og svo voru menn áhugasamir að myndatökur gleymdust með öllu, en tvær eru látnar fylgja af heimasíðu safnsins.

Þriðjudagur, 26 Mars 2019 11:51

Gangan 11. og 18. mars

Gangan 11. mars var frá Gróttu og gengið umhverfis golfvöllinn í hvössu en þurru veðri.

Engin myndataka varð í þeirri göngu, sem var nokkuð fjölmenn.

Gangan 18. mars var frá Olísstöðinni í Norðlingaholti.

Gengið var að Rauðavatni og um skóginn í nágrenninu, en vegna veðurskilyrða og aurbleytu var ákveðið að fresta göngu umhverfis vatnið.

Tíu mættu í gönguna og kaffi var í Olísstöðinni á eftir.

Myndirnar tilheyra þessari göngu.

Myndir: Pétur Bjarnason

Þriðjudagur, 05 Mars 2019 18:38

Hátíðarfundur 2. mars 2019

Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var hann færður upp á fjórðu hæð í glæsilegan sal með útsýni nánast allan hringinn. Meðal skemmtiatriða var söngur Ekkókórsins, sem einnig minntist látins formanns, Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur sem lést í fyrri viku, og söng kórinn fallegt lag í minningu hennar.

Þá var Hundur í óskilum á svæðinu og heillaði fundargesti með list sinni, sem er sérstæð og óvenjuleg, en alltaf skemmtileg..

Ýmislegt fleira smálegt var á dagskránni og mjög góðar veitingar. Almennt virtust gestir afar ánægðir með þennan fund og viðurgjörning þar.

Myndir: Halldór Þórðarson

Þriðjudagur, 05 Mars 2019 15:01

Gangan 4. mars

Gengið var frá Húsasmiðjunni inn yfir Elliðaárnar og umhverfis Geirsnef. Jafnframt var tekið út nýtt hverfi sem er að rísa í Vogabyggð.

Mæting var góð og endað í bollukaffi í Húsasmiðjunni.

Myndir: Pétur Bjarnason

Mánudagur, 25 Febrúar 2019 12:32

Gangan 18. febrúar

12 voru mættir. Gengið var frá Ikea upp á Urriðaholtið, að nýbyggða skólanum sem er efst á holtinu.

Hittum þar hönnuði skólans sem greindu frá áformum um viðbætur við skólann en hann er aðeins hálfbyggður. Eftir er að byggja álmur fyrir eldri nemendur, sundlaug og íþróttahús.

Síðan var gengið niður að Ikea aftur og sumir fengu sér hressingu í kaffihúsi Ikea 

Myndir: Halldór Þórðarson

Mánudagur, 25 Febrúar 2019 12:22

Hátíðarfundur 2. mars

Stjórn FKE minnir á hátíðarfundinn á Grand hótel 2. mars kl. 13:00 stundvíslega. Ath.: Þetta er hálftíma fyrr en venjulega vegna matarins, en það verður vel útilátinn brunch að hætti Grand.

Verð kr. 3.000

Meðal skemmtiatriða verður Ekkókórinn með glænýja og skemmtilega söngskrá og Hundur í óskilum skemmtir okkur með sínum hætti og léttir okkur lundina. Svo er aldrei að vita hvað ber til annað.

Skráið þátttöku með netpósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að tryggja ykkur pláss, helst fyrir 25. þ.m. eða hafið samband við stjórnarmenn FKE.

Stjórn FKE.

 

Þriðjudagur, 12 Febrúar 2019 16:17

Gangan 11. febrúar

Mánudagsganga FKE var um Fossvoginn 11.02.2019, í snjófjúki fyrst og síðan slyddu en ágætu göngufæri.

Formaður Víkings átti leið hjá og  tók þessa fínu mynd af hópnum.

Svo var kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri.

Þriðjudagur, 12 Febrúar 2019 16:06

407. stjórnarfundur

407. stjórnarfundur, haldinn 12. febrúar 2019 kl. 13:00 í Kennarahúsinu

Mættir: Kristín, Halldór, Marta, Sigurlín, Pétur, Guðmundur. Guðrún Ólafia boðaði forföll

Formaður setti fund kl. 13.00

 1. Sumarferðir
  Stórutjarnir, gisting fyrir 36 manns bókuð 14.-16. ágúst
  Ferð til Stykkishólms ásamt siglingu 17. júlí. Búast má við 40-60 manna hópi. Senda þarf upplýsingar um fjölda viku fyrir ferð. Lagt er til að bóka rútur sem fyrst.
  35 bókaðir i ferð til Dublinar. Nú eru laus 2 tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi.
  Ákveðið að ganga frá skipulagi ferða á næsta fundi.
  Jón Baldvin Halldórsson fararstjóri í Dublinarferð.
 2. Hátíðarfundur 2. mars.
  Hundur í óskilum mun skemmta. Eccokórinn syngur og stefnt að samsöng.
  Hátíðardögurður.
  Sent verður út skeyti þar sem farið er fram á skráningu á hátíðarfundinn. Gæta þarf þess að geta um gjald fyrir fundinn. Félagsmenn greiða 3000 kr.  Halldór, Pétur og Guðrún Ólafía annast framkvæmd.
  Færeyjaferð á fund stjórna félaga kennara á eftirlaunum á Norðurlöndum.
  Búið að bóka ferð. Ekki þarf að bóka eins manns herbergi þar sem 2 fundarmenn ætla að deila herbergi. Farið verður 4. júní og heim 10. júní. Því þarf að bóka gistingu í upphafi og enda ferðar.
 3. Norrænt mót 2021
  Ákveða þarf og bóka gistingu sem fyrst. Nokkrar umræður urðu um stað. Einna best leist mönnum á Keflavík og nágrenni. Rætt var nokkuð um væntanlegan fund og tímasetningu hans. Menn veltu fyrir sér dagsetningu og tillaga kom fram um 7.-11. eða 14.-18. júní 2021.
 4. Önnur mál. Gönguferðir á mánudögum hafa gengið vel. Sigurlín gat þess að nauðsynlegt væri að þeir sem ætluðu sér að hætta gerðu grein fyrir ætlan sinni í tíma. Sigurlín tilkynnti að hún ætli að hætta og nefndi þá ástæðu að það væri henni erfitt að búa í Hveragerði og sækja fundi í Reykjavík. Aðalfundur verður haldinn 2. apríl.
  Þeir sem hætta í stjórn: Pétur formaður, Kristján, Sigurlín og ef til vill Guðrún Ólafia. Það virðist því vanta 4 menn í stjórn. Kristín er til í að koma inn sem aðalmaður.

Fundi slitið kl. 14.15. Næsti fundur boðaður mánudaginn 11. mars kl. 10.00-12.00 í Austra.
Guðmundur skráði fundargerð

Mánudagur, 04 Febrúar 2019 22:34

Gangan 4. febrúar 2019

Gönguhópur FKE hittist í dag 4. febrúar við Umferðamiðstöðina. Mættir voru fimmtán göngugarpar. Gengið var um Hljómskálagarðinn, umhverfis Tjörnina og aðeins kíkt á nýjustu byggingarframkvæmdir í miðbænum, en ekki varð vart við merkjanlega hrifningu í hópnum af áferð mannvirkjanna. á milli Hafnarstætis og Geirsgötu.

Myndir: Halldór Þórðarson

Page 6 of 14