Myndbönd

Innskráning

Nýskráning

Administrator

Mánudagur, 04 Febrúar 2019 22:28

Grandfundur 2. febrúar 2019

Skemmtifundur FKE var haldinn á Grand Hótel laugardaginn 2. febrúar 2019, á Kyndilmessu.

Um fjörutíu manns mættu á fundinn. Spiluð var félagsvist á sex borðum. Þau Kristín Ísfeld og
Helgi Hallgrímsson urðu hlutskörpust í spilakeppninni og hlutu ágæt verðlaun fyrir.

Eftir félagsvistina og veisluborð að hætti Grand flutti Pétur Bjarnason frásögn af arnfirskum
alþýðufræðimanni, Ingivaldi Nikulássyni.

Ingivaldur var alla tíð bláfátækur en afrekaði margt
á sviði annálaskrifa og ævisagna, auk þess sem hann orti ljóð og þýddi verk úr erlendum
málum, m.a. Shakespeare og Heine. Þá var hann verkalýðsforkólfur og eftir hann liggja bæði
uppdrættir og teikningar. Var erindi Péturs vel tekið.

Að lokum minnti Pétur á hátíðafund FKE sem haldinn verður laugardaginn 2. mars kl. 13:00,
en sá fundur byrjar fyrr vegna þess að boðið verður upp á dögurð (brunch) auk ágætra
skemmtiatriða.

Myndir: Halldór Þórðarson

Föstudagur, 01 Febrúar 2019 10:03

Grandfundur laugardaginn 2. febrúar

Næsta laugardag, 2. febrúar verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði og hefst kl. 13:30

Spiluð verður félagsvist og Grandveisla á eftir með kaffi og  góðu meðlæti.

Pétur Bjarnason, formaður FKE verður með innlegg eftir kaffið þar sem hann segir frá arnfirskum alþýðufræðimanni, Ingivaldi Nikulássyni og nokkrum af verkum hans.

Verðið er það sama og fyrr, kr. 2.000.

Mætum vel og skemmtum okkur saman.

Stjórn FKE.

Þriðjudagur, 29 Janúar 2019 09:51

Gangan 28. janúar

 Gönguferðin 28. jan var úti á Granda, gengið var í björtu og fallegu veðri eftir Fiskislóð og síðan eins og leið lá út að Þúfu og þar skoðuðu þátttakendur svæðið sem hefur breyst mikið frá því við vorum ung og efnileg og landfyllingin á stærstan þátt í því.  Síðan lá leiðin til baka og var gengið eftir Grandagarði og að sjálfsögðu var stoppað í Kaffivagninum til að fá sér kaffi og meðlæti á góðu verði. 

Myndir: Halldór Þórðarson

Þriðjudagur, 22 Janúar 2019 14:50

406. stjórnarfundur

406. stjórnarfundur, haldinn 16. janúar 2019 kl 10:00 í Kennarahúsinu

Mættir: Kristín, Halldór, Marta, Sigurlín, Pétur, Guðrún, Guðmundur

Formaður setti fund kl. 10.00

  1. Færeyjaferð: Eftirfarandi hafa hug á að fara: Kristín, Marta, Guðmundur, Guðrún Ólafia, Halldór og Sigurlín. Ekki voru þau öll alveg ákveðin. Guðmundi falið ásamt Kristínu að ganga frá bókun.
  2. Dublinarferð 6.-10. sept.: Talsvert spurt um ferðina en hvetja þarf félaga til að bóka. Halldór tók að sér að senda út hvatningarpóst. Ráðlegt talið að einn úr stjórninni fari.
  3. Fyrsti Grandfundur ársins gekk vel, um 40 mættu. Hringfarinn Kristján Gíslason flutti erindi og var því mjög vel tekið. Guðrún tók að sér að kaupa verðlaun vegna spilamennsku á næsta Grandfundi.
  4. Hátíðarfundur kl. 13.00 2. mars. Ekkókórinn syngur og Sigurlín mun kynna nýútkomna bók Þórðar í Skógum. Athuga fleiri skemmtiatriði. Rætt var um Hund í óskilum. Ákveðið að ræða við þá og tók Pétur að sér að hafa samband. Félagar greiði 3000 kr. á þessum fundi. Guðrún Ólafía tók að sér að hafa samband við Grand hótel og árétta að þessi fundur er í mars en ekki febrúar. Rætt um fjármál vegna kaupa á skemmtiatriðum. Ekki þótti tiltökumál að fá góð atriði á hátíðarfund, þó svo þau kostuðu eitthvað.
  5. Önnur mál: Marta leiddi síðustu göngu. Kristín gjaldkeri bað um undirskriftir vegna breytinga á prófkúru.

Fundi slitið 11.15 Næsti fundur boðaður 12. febrúar kl. 13:00 

Guðmundur skráði fundargerð

Þriðjudagur, 22 Janúar 2019 14:35

Gangan 21. janúar

Gengið var frá Hömrum í Spönginni, Grafarvogi. Það lögðu sex af stað, en hinir voru að leita að bílastæði. Líklega níu í göngunni og svo mætti Ásdís við Perluna, en þangað kom enginn annar.

Myndir: Pétur Bjarnason

 

Þriðjudagur, 15 Janúar 2019 11:43

Gangan 14. janúar

Við mættum 7 til að fara í gönguferðina, fljótlega áttaði ein sig á að hún átti að sinna verkefni og sneri við en við hin 6 gengum góðan hring í Laugardalnum. 

Eina langaði til að sjá gömlu þvottalaugarnar og við stoppuðum þar og síðan við  Rósina sem er minnisvarði óþekkta barnsins og er til heiðurs börnum um allan heim sem hafa látist eða eiga um sárt að binda. Rósin var afhúpuð við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal árið 2009. Þar er hægt að koma saman og heiðra minningu barna.

Veðrið var alveg þokkalegt, smá snjókoma, smá vindur en mjög hressandi.  Fengum okkur kaffi í Glæsibæ.

Myndir: Marta Sigurðardóttir

Þriðjudagur, 15 Janúar 2019 11:38

Gangan 7. janúar

Þá er mánudagsganga FKE hafin að nýju og var góð góð mæting þann 7. jan. s.l.

Þriðjudagur, 15 Janúar 2019 10:51

Grandfundur 5. janúar

Vetrarstarf FKE á nýju ári fer vel af stað.

Skemmtifundir á fyrsta laugardegi hvers manaðar verða fram til vors.

Á fyrsta fundinum var spiluð félagsvist að venju og Kristján Gíslason ferðalangur (Hringfarinn) sagði frá ferðalagi sínu umhverfis jörðina á mótorhjóli.

Mjög góðu rómur var gerður að erindi Kristjáns. Næsti fundur verður 2. febrúar kl. 13:30 að venju.

 Myndir: Pétur Bjarnason

Mánudagur, 31 Desember 2018 13:40

Grandfundur FKE á laugardag

Stjórn FKE sendir félögum sínar bestu nýársóskir með þökk fyrir liðið ár.

Næsta laugardag, 5. janúar, verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði að nýju.

Spiluð verður félagsvist og hin flotta stórveisla Grand þar á eftir með kaffi og kruðiríi.

 Kristján Gíslason, sem einnig hefur verið nefndur „Hringfarinn“, mun segja frá ferð sinni umhverfis hnöttinn og sýna jafnframt myndir frá ferðinni.

Verðið er það sama og verið hefur frá árinu 2016, kr. 2.000.

Það er stjórn FKE ánægjuefni að bjóða upp á þessa fundi að nýju eftir tilraunaverkefni haustsins, þar sem reynt var að koma til móts við vilja félagsmanna.

Ef félagsmenn vita af öðrum sem ekki eru nettengdir þá vinsamlegast látið vita af fundinum.

Mætum vel og skemmtum okkur saman á nýbyrjuðu ári.

Stjórn FKE

Sunnudagur, 30 Desember 2018 15:11

Gangan 17. desember

Gengið var um nágrenni Öskjuhlíðar, 9 voru mættir.

Myndir: Halldór Þórðarson

 

Page 7 of 14