Grandfundir

Innskráning

Nýskráning

Grandfundir

Sunnudagur, 07 Október 2018 18:22

Grandfundur 6. október 2018

Fyrsti félagsfundur FKE þetta starfsár var haldinn á Grand Hóteli 06.október 2018.
45 félagsmenn sátu fundinn.

Dagskrá:
1.Guðrún Samúelsdóttir kynnti vetrarstarf félagsins
2.Marta Sigurðardóttir sagði frá ferðum á vegum félagsins sumarið 2018
3.Guðmundur Kristmundsson flutti erindið “Litið til baka”.
4.Kaffi og Kökuhlaðborð

Fleiri myndir

Mánudagur, 09 Apríl 2018 15:49

Grandfundur og aðalfundur 7. apríl 2018

Alls mættu 46 gestir og spilað var á 7 borðum. Myndir voru sýndar úr ýmsum ferðum.
Vinningshafar spilaverðlauna; Gunnar Finnsson fékk karlaverðlaunin og Margrét Barðadóttir kvennaverðlaunin og hlutu þau bókaverðlaun til skemmtilestrar frá Uglu Útgáfu ásamt Pésa Péturs Bjarnasonar.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.

Aðalfundurinn:

Formaður stjórnaði sjálfur fundinum. Bað hann um leyfi fundarins að breyta röð liða og taka lagabreytingar fyrr inn. Var það samþykkt.
Þá var skýrsla stjórnar flutt og gjaldkeri útskýrði ársreikning. Var hvoru tveggja samþykkt. Lagabreytingarnar miðuðu einkum að samræmingu á orðalagi við lög KÍ. Var tillagan samþykkt.
Kosning stjórnar.
Formaður kosinn til eins árs: Pétur Bjarnason.
Halldór og Guðrún Ólafía voru kosin til tveggja ára í fyrra og eiga því eitt ár eftir. Kristján og Sigurlín voru núna kosin til tveggja ára. Guðmundur og Marta Sigurðardóttir eru í varastjórn, kosin til eins árs.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir

Þriðjudagur, 06 Mars 2018 11:30

Hátíðarfundur 3. mars 2018

Hátíðarfundur FKE var haldinn á Grand hóteli laugardaginn 3. mars og mættu 54 félagar.
Að loknu ávarpi formanns þar sem hann fór yfir matseðil dagsins og kynnti dagskrá fundarins var í boði léttur hádegisverður.
Að honum loknum kom fram sönghópur sem kallar sig Nornirnar og skemmtu með tilþrifum við góðar undirtektir.
2 önnur atriði sem áttu einnig að vera á dagskrá féllu niður vegna veikinda en formaður vor, Pétur Bjarnason, tók sig til og hélt uppi skemmtun með gamansögum af ýmsu tagi, fór með vísur, stjórnaði að lokum fjöldasöng og lék undir á harmonikku og píanó.
Fundinum lauk svo um kl 4 og var ekki annað að heyra en gestir hefðu skemmt sér vel.

Hér eru fleiri myndir

 

Sunnudagur, 04 Febrúar 2018 14:39

Grandfundur 3. febrúar 2018

Alls mættu 51 gestur og spilað var á 8 borðum. Myndir voru sýndar á vegg, fyrst frá fallegri náttúru Argentínu en síðan úr ýmsum ferðum félagsins innanlands svo og frá ýmsum samkomum.
Vinningshafar spilaverðlauna voru; Kristjana Jónsdóttir fékk karlaverðlaunin og Þórunn Lárusdóttir kvennaverðlaunin.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.
Að lokum hélt Pétur Bjarnason, formaður félagsins, skemmtilegt erindi um Sólarkaffi, Kyndilmessu og Þorra. Þar var Bíldudalur nokkuð oft nefndur, einnig Ísafjörður út frá reynsluheimi hans sjálfs en einnig var mikinn fróðleik þar að finna um ofangreint efni.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Sunnudagur, 04 Febrúar 2018 14:17

Grandfundur 6. janúar 2018

Alls mættu 33 gestir og spilað var á 5 borðum. Myndir voru sýndar úr ýmsum ferðum einkum af fólki, síður landslagi. Vinningshafar spilaverðlauna voru; Sigurlaug Einarsdóttir fékk karlaverðlaunin og Sigríður Einarsdóttir kvennaverðlaunin. 
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.
Að lokum sagði Guðrún Lára Ásgeirsdóttir frá ferð sinni til konungsríkisins Kambódíu í máli og myndum. María dóttir hennar tók myndirnar. Var þetta erindi afar fróðlegt og skemmtilegt.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Mánudagur, 11 Desember 2017 01:56

Grandfundur 2. des. 2017

Formaður félags kennara á eftirlaunum, Pétur Bjarnason, sá um fundarstjórn og stjórn spilamennsku af röggsemi. Alls mættu 75 gestir og spilað var á 9 borðum. Meðan á spilamennskunni stóð rúlluðu fallegar náttúrumyndir á stóru tjaldi fyrir framan gesti. Þar má fyrst nefna myndir frá Íslandi sem Gísli Ólafur Pétursson hefur tekið og Högni Elíasson hefur gert ljóð við er hann kallar ”ljóðrænu”. Þetta saman myndar bók sem ber titilinn Raddir og er einnig til á Norðurlandamálum og ensku. Einnig voru sýndar myndir frá Argentínu og víðar að.
Keypt höfðu verið vegleg spilaverðlaun, í þetta sinn bók, sem kynnt var á fundinum. Vinningshafar voru tvær konur jafnar; Sigurlaug Einarsdóttir og Hanna Dóra Þórsdóttir og karlaverðlaunin hlaut Sigríður Einarsdóttir.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.
Þorgrímur Gestsson kynnti þá bók sína Færeyjar út úr þokunni. Að lokum söng EKKÓ-kórinn við góðar undirtektir.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Mánudagur, 06 Nóvember 2017 12:18

Grandfundur 4. 11. 2017

Formaður félags kennara á eftirlaunum, Pétur Bjarnason, var upptekinn við önnur félagsstörf en Kristján Sigfússon tók að sér fundarstjórn og stjórn spilamennsku í hans stað. Aðrir stjórnarmenn voru mættir og reyndu að gera gagn. Alls mættu 47 gestir og spilað var á 8 borðum. Á meðan spilað var rúlluðu fallegar náttúrumyndir á stóru tjaldi fyrir framan okkur.
Guðrún Ólöf hafði keypt vegleg spilaverðlaun en þau hlutu: Skarphéðinn Guðmundsson og Þóra Alberta Guðmundsdóttir.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda. Á meðan fólk gæddi sér á tertum fór Emil Hjartarson fyrrum skólastjóri á Flateyri í pontu og sagði okkur skemmtilegar sögur  um vegavinnu á Vestfjörðum á árunum 1951-1956.
Leikhúsin höfðu ekki séð sér fært að koma með fyrirhugaða kynningu.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.