Grandfundir

Innskráning

Nýskráning

Mánudagur, 06 Nóvember 2017 12:18

Grandfundur 4. 11. 2017

Formaður félags kennara á eftirlaunum, Pétur Bjarnason, var upptekinn við önnur félagsstörf en Kristján Sigfússon tók að sér fundarstjórn og stjórn spilamennsku í hans stað. Aðrir stjórnarmenn voru mættir og reyndu að gera gagn. Alls mættu 47 gestir og spilað var á 8 borðum. Á meðan spilað var rúlluðu fallegar náttúrumyndir á stóru tjaldi fyrir framan okkur.
Guðrún Ólöf hafði keypt vegleg spilaverðlaun en þau hlutu: Skarphéðinn Guðmundsson og Þóra Alberta Guðmundsdóttir.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda. Á meðan fólk gæddi sér á tertum fór Emil Hjartarson fyrrum skólastjóri á Flateyri í pontu og sagði okkur skemmtilegar sögur  um vegavinnu á Vestfjörðum á árunum 1951-1956.
Leikhúsin höfðu ekki séð sér fært að koma með fyrirhugaða kynningu.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Lesið 981 sinnum
Meira í þessum flokki Grandfundur 2. des. 2017 »