Grandfundir

Innskráning

Nýskráning

Mánudagur, 11 Desember 2017 01:56

Grandfundur 2. des. 2017

Formaður félags kennara á eftirlaunum, Pétur Bjarnason, sá um fundarstjórn og stjórn spilamennsku af röggsemi. Alls mættu 75 gestir og spilað var á 9 borðum. Meðan á spilamennskunni stóð rúlluðu fallegar náttúrumyndir á stóru tjaldi fyrir framan gesti. Þar má fyrst nefna myndir frá Íslandi sem Gísli Ólafur Pétursson hefur tekið og Högni Elíasson hefur gert ljóð við er hann kallar ”ljóðrænu”. Þetta saman myndar bók sem ber titilinn Raddir og er einnig til á Norðurlandamálum og ensku. Einnig voru sýndar myndir frá Argentínu og víðar að.
Keypt höfðu verið vegleg spilaverðlaun, í þetta sinn bók, sem kynnt var á fundinum. Vinningshafar voru tvær konur jafnar; Sigurlaug Einarsdóttir og Hanna Dóra Þórsdóttir og karlaverðlaunin hlaut Sigríður Einarsdóttir.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.
Þorgrímur Gestsson kynnti þá bók sína Færeyjar út úr þokunni. Að lokum söng EKKÓ-kórinn við góðar undirtektir.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Lesið 989 sinnum