Grandfundir

Innskráning

Nýskráning

Sunnudagur, 04 Febrúar 2018 14:17

Grandfundur 6. janúar 2018

Alls mættu 33 gestir og spilað var á 5 borðum. Myndir voru sýndar úr ýmsum ferðum einkum af fólki, síður landslagi. Vinningshafar spilaverðlauna voru; Sigurlaug Einarsdóttir fékk karlaverðlaunin og Sigríður Einarsdóttir kvennaverðlaunin. 
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.
Að lokum sagði Guðrún Lára Ásgeirsdóttir frá ferð sinni til konungsríkisins Kambódíu í máli og myndum. María dóttir hennar tók myndirnar. Var þetta erindi afar fróðlegt og skemmtilegt.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Lesið 695 sinnum