Grandfundir

Innskráning

Nýskráning

Sunnudagur, 04 Febrúar 2018 14:39

Grandfundur 3. febrúar 2018

Alls mættu 51 gestur og spilað var á 8 borðum. Myndir voru sýndar á vegg, fyrst frá fallegri náttúru Argentínu en síðan úr ýmsum ferðum félagsins innanlands svo og frá ýmsum samkomum.
Vinningshafar spilaverðlauna voru; Kristjana Jónsdóttir fékk karlaverðlaunin og Þórunn Lárusdóttir kvennaverðlaunin.
Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.
Að lokum hélt Pétur Bjarnason, formaður félagsins, skemmtilegt erindi um Sólarkaffi, Kyndilmessu og Þorra. Þar var Bíldudalur nokkuð oft nefndur, einnig Ísafjörður út frá reynsluheimi hans sjálfs en einnig var mikinn fróðleik þar að finna um ofangreint efni.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundi.

Hér eru fleiri myndir.

Lesið 932 sinnum