Grandfundir

Innskráning

Nýskráning

Þriðjudagur, 06 Mars 2018 11:30

Hátíðarfundur 3. mars 2018

Hátíðarfundur FKE var haldinn á Grand hóteli laugardaginn 3. mars og mættu 54 félagar.
Að loknu ávarpi formanns þar sem hann fór yfir matseðil dagsins og kynnti dagskrá fundarins var í boði léttur hádegisverður.
Að honum loknum kom fram sönghópur sem kallar sig Nornirnar og skemmtu með tilþrifum við góðar undirtektir.
2 önnur atriði sem áttu einnig að vera á dagskrá féllu niður vegna veikinda en formaður vor, Pétur Bjarnason, tók sig til og hélt uppi skemmtun með gamansögum af ýmsu tagi, fór með vísur, stjórnaði að lokum fjöldasöng og lék undir á harmonikku og píanó.
Fundinum lauk svo um kl 4 og var ekki annað að heyra en gestir hefðu skemmt sér vel.

Hér eru fleiri myndir

 

Lesið 584 sinnum