Viðburðir

Innskráning

Nýskráning

Viðburðir (11)

Fyrsta ganga var mánudaginn 1. okt. kl. 13:30. Ákveðið hefur verið að ganga einu sinni í viku, ca. klukkutíma í senn og stefna áað hittast í kaffi á eftir.
Fram að áramótum munum við hittast við Perluna í Öskjuhlíð á mánudögum og ganga þaðan kl. 13:30.
Reiknað er með að þátttakendur séu þokkalega göngufærir og vel útbúnir. Gangan mun þó ekki teljast erfið.
Kostnaður er enginn en ef keypt verður kaffi greiðir hver fyrir sig og það er valfrjálst.

Við höfum leigt sal á annarri hæð í skátaheimilinu Vífilsfelli (Jötunheimar)
í Garðabæ. Húsið er við Bæjarbraut. Frá Hafnarfjarðarvegi er ekið fram hjá
Flataskóla og beygt til vinstri inn Bæjarbraut. Heimilið er um 300 metra frá
beygjunni. Þar eru næg bílastæði og lyfta í húsinu. Þar verður spiluð félagsvist
fyrsta miðvikudag í mánuði og hefst kl. 13:00, bridds þriðja miðvikudag í
mánuði á sama tíma, sjá töflu hér að neðan. Þátttökugjald er kr. 1.000 og kaffi
innifalið.
Félagsvistin verður 3. okt., 7. nóv. og 6. desember. (Ath. Spilað á fimmtudegi í
desember).
Bridds verður spilað 17. okt., 21. nóv. og 19. desember.
Eftir áramót er stefnt á að spila þessa daga: 9. og 23. janúar, 6. og 20. febrúar,
6. og 20. mars og 3. og 17. apríl.

 

Félags- og fræðslufundur verður á Grand Hótel 6. október kl. 13:30.
Þar verður dagskrá vetrarins kynnt, sagt og sýnt frá ferðum sumarsins og Guðmundur Kristmundsson flytur erindi, “Litið til baka”.
Ekki verður spiluð félagsvist en veitingar að hætti Grand og aðgangseyrir kr. 2.000 eins og í fyrra. Veitingar eru niðurgreiddar eins og verið hefur.
Þá verður hátíðarfundur 2. febrúar 2019 og svo aðalfundur 6. apríl. Nánar verður sagt frá þeim í janúarfréttabréfi.

Fimmtudaginn 8. mars 2018 verður fundur í bókmenntaklúbbnum kl:13:30 -15:30 eða 16:00. Þann dag mun Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur koma og spjalla við okkur um verk sín.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja.
G.Unnur og Gréta.

Hátíðarfundur FKE verður haldinn á Grand hóteli laugardaginn 3. mars.

Fundurinn hefst með léttum hádegisverði  kl 13:00.

Að honum loknum, flytja NORNIRNAR létta söngdagskrá.

Fjöldasöngur og gamanmál að hætti FKE.

Aðgangseyrir er kr 4000 og má greiða við innganginn.

Næsti fræðslu- og skemmtifundur FKE verður haldinn n. k.  laugardag, 3. febrúar á Grand hóteli við Sigtún.

Fundurinn hefst kl 13:30 með því að spiluð verður félagsvist og að henni lokinni mun Pétur Bjarnason ræða um Þorrann, Kyndilmessuna og sólarkaffi

Næsti fræðslu- og skemmtifundur FKE verður haldinn n. k.  laugardag, 6. janúar á Grand hóteli við Sigtún.

Fundurinn hefst kl 13:30 með því að spiluð verður félagsvist og að henni lokinni mun Guðrún Lára Ásgeirsdóttir segja frá ferð sinni til Kambódíu í máli og myndum.

Fimmtudaginn 30. nóv. 2017 verður fundur í bókmenntaklúbbnum klukkan 13:30 - 15:30 eða 16:00.
Þann dag mun Kristín Steinsdóttir rithöfundur koma,spjalla við okkur og kynna nýútkomna bók sína Ekki vera sár.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja
G. Unnur og Gréta.

Næsti Fræðslu- og skemmtifundur FKE verður haldinn á Grand hóteli laugardaginn 2. desember og hefst að vanda
kl 13:30 með félagsvist. Um kl  15:00 syngur EKKÓ-kórinn nokkur lög. 
Að því loknu mun Þorgrímur Gestsson fjalla um bók sína "Færeyjar út úr Þokunni", segja frá því
hvernig hún varð til og fleira um sögu Færeyja.

Farið verður frá BSÍ kl 9:00 og gist í 2 nætur á Hótel Sigló.
Innifalið morgunverður, hádegisverður, kvöldverður og aðgangur á
söfn.

Verð er:        kr 90.000 í tveggja manna herbergi.
                     kr 130.000 í eins manns herbergi.
29. ágúst.     Ekið til Siglufjarðar um Fljótin og Strákagöng, hádegisverður á Hótel Laugarbakka
30. ágúst.     Siglufjörður og nágrenni
31. ágúst.     Ekið til Reykjavíkur um Ólafsfjörð, Eyjafjörð og Öxnadalsheiði, hádegisverður á Hótel Varmahlíð