Velkomin á vef FKE

Svo lengi lærir sem lifir...

Kennarar eru án alls vafa ein áhrifamesta stétt nútíma samfélags. Við mótum framtíð samfélagsins í gegnum kennslu og leiðbeiningar til þeirra sem yngri eru. 

Að vera kennari er ekki einungis starfsheiti heldur persónugerð. Þú hættir ekki að vera kennari að starfi loknu.

Félag Kennara á Eftirlaunum sinnir margþættu hlutverki

Ferðir og fræðsla

Ár hvert stendur félagið fyrir lengri ferðum  á sumrum auk dagsferða á áhugaverða staði,  á eða í nánd við höfuðborgarsvæðið.

Samkomur

 Fyrsta laugardag hvers vetrarmánaðanna, október til apríl, eru haldnir skemmti- og fræðslufundir á Grand Hóteli með félagsvist, veitingum og uppákomum.

Önnur starfsemi

September til apríl eru starfandi Gönguhópur  á mánudögum, Bókmenntaklúbbur annan hvern fimmtudag og Ekkó-kórinn. 
Leit