Viðburðir

Innskráning

Nýskráning

Félagsvist og bridds í vetur

Við höfum leigt sal á annarri hæð í skátaheimilinu Vífilsfelli (Jötunheimar)
í Garðabæ. Húsið er við Bæjarbraut. Frá Hafnarfjarðarvegi er ekið fram hjá
Flataskóla og beygt til vinstri inn Bæjarbraut. Heimilið er um 300 metra frá
beygjunni. Þar eru næg bílastæði og lyfta í húsinu. Þar verður spiluð félagsvist
fyrsta miðvikudag í mánuði og hefst kl. 13:00, bridds þriðja miðvikudag í
mánuði á sama tíma, sjá töflu hér að neðan. Þátttökugjald er kr. 1.000 og kaffi
innifalið.
Félagsvistin verður 3. okt., 7. nóv. og 6. desember. (Ath. Spilað á fimmtudegi í
desember).
Bridds verður spilað 17. okt., 21. nóv. og 19. desember.
Eftir áramót er stefnt á að spila þessa daga: 9. og 23. janúar, 6. og 20. febrúar,
6. og 20. mars og 3. og 17. apríl.

 

Lesið 606 sinnum
Meira í þessum flokki « Vetrarstarfið hafið Gönguferðir »