Fréttir og viðburðir
FKE og Ferðafélagið Skotganga standa að ferð um SV-England
Farin verður ferð um SV-England í maí 2025. Þetta er mjög spennandi ferð á slóðir Agöthu Christie, mest selda rithöfundar allra tíma, og til heimabæjar Doc Martins læknis (þættir hans voru sýndir í sjónvarpinu við miklar vinsældir), og svo til Bath þar sem heimsfrægi rithöfundurinn Jane Austen bjó. Þá verður einnig ekið að merkustu steinaldarminjum Bretlandseyja, Stonehenge.
Ferðin er skipulögð af ,, Skotgöngu“.
Verð ferðar er kr. 263.000 á mann, með niðurgreiðslu FKE, í 2ja manna herbergi en eins manns herbergi kostar 40.000 kr. aukalega. Staðfestingargjald er kr. 54.500 og fullgreiða þarf ferðina 10 vikum fyrir brottför eða 12. mars.
Til þess að bóka sig í ferðina þarf að senda póst á netfangið: magga@skotganga.co.uk
Upplýsingar sem þurfa að koma fram við bókun eru:
- Fullt nafn (eins og er í vegabréfi)
- Kennitala
- Heimilisfang
- Símanúmer
- Netfang
- Hvernig herbergi er verið að bóka (taka fram herbergisfélaga fyrir þá sem eru í tvíbýli)
Þegar ferð hefur verið bókuð mun Margrét Snorradóttir hjá Skotgöngu senda reikning fyrir staðfestingargjaldinu. Hægt er að biðja um að senda einn reikning t.d. fyrir hjón ef þess er óskað.
Æskilegt er að bóka sig sem fyrst en í síðasta lagi fyrir 1. nóvember.
Dagskrá ferðarinnar:
Frekari upplýsingar veitir magga@skotganga.co.uk eða Guðrún Erla gudbjo@simnet.is