Forsíða

Innskráning

Nýskráning

Fréttir

 • Jólafundur á Grand hóteli
  Jólafundur á Grand hóteli

  Jólafundur FEK var haldinn á Grand hóteli 7. desember 2019. Fundurinn hófst á félagsvist eins og venjulega og spilað var á 7 borðum. Vinninghafar voru Ásdís Gunnarsdóttir spiladrottning og Sigríður Einarsdóttir spilakóngur, en hún spilaði í hópi karla.
  Kaffi og kökur voru strax að lokinni félagsvist og þá söng Ekkó kórinn. Jóhanna Ósk Valsdóttir eiginkona Bjarts Loga kórsstjóra söng einsöng í laginu ,,Líður að kveldi“. 
  Pétur Bjarnason las síðan upp úr nýútkominni bók sinni ,,Nótabátur leggst í víking“.

  63 mættu á fundinn.

  Myndir; Halldór Þórðarson

  Lesið 4 sinnum
 • Grandfundur 2. nóvember 2019
  Grandfundur 2. nóvember 2019

  Fræðslu- og skemmtifundur FKE var haldinn á Grand hóteli 2. nóvember.
  33 félagsmenn voru mættir sem er óvenju fámennt en síðar kom í ljós að tölvupóstþjónusta félagsins hafði brugðist og enginn fengið póstinn sem sendur var út fyrir fundinn.
  Spiluð var félagsvist á 7 borðum. Spiladrottning varð Sólveig Jóhannsdóttir og spilakóngur Þórunn Lárusdóttir.
  Að loknum spilum voru bornar fram veitingar að hætti hússins á meðan gestir neyttu flutti Guðmundur Kristmundsson erindi sem hann nefndi Saga úr skóla og nokkur ljóð.

   

  Myndir: Halldór Þórðarson 

  Lesið 17 sinnum
 • Göngur í nóvember
  Göngur í nóvember

  4. nóvember var gengið frá bílastæði Nauthóls meðfram ströndinni, langleiðina út á Seltjarnarnes og til baka. Fengum okkur kaffi og meðlæti í Nauthól. Engar myndir teknar.

  11. nóvember hittist hópurinn við Lindarkirkju í Kópavogi og gekk í stóran hring að Hnoðraholti í Garðabæ þegar haldið var til baka og endað í kaffi í Smáralind (Bakarameistaranum).

  18. nóvember hófst gangan á bílastæði við golfskála GKG við Vífilsstaðaveg.Síðan var gengið yfir að Vífilsstöðum og farið stuttlega yfir merka sögu hússins og staðarins. Svo var gengið frekar stuttan hring niður fyrir og umhverfis Vífilsstaði og aftur að golfskálanum, að hluta í skjóli af skógi. Kaffi í golfskálanum um kl. 14:00

  25. nóvember Gengið var frá Víkingsheimilinu vestur Fossvogsdal og til baka.Kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri við Háaleitisbraut að lokinni göngu.

  Lesið 12 sinnum
 • Göngur í október
  Göngur í október

  Mánudaginn 7. okt. var gengið um Fossvogsdalinn, 14. október umhverfis Vífilsstaðavatn, 21. október um Elliðaárhólma og dal og 28. október var gengið umhverfis Rauðavatn.
  Veður alltaf ágætt og þátttaka hefur verið afar góð en síst í Rauðavatnsgöngunni.

  Myndir tóku: Pétur Bjarnason, Marta Sigurðardóttir og Halldór Þórðarson

  Lesið 60 sinnum
 • Írlandsferð FKE
  Írlandsferð FKE

  Þrjátíu og sex manns tók þátt í ferð FKE til Dublin og um Vestur-Írland, sem Bændaferðir tóku að sér að sjá um og var farin í byrjun september. Fararstjóri var Jón Baldvin Halldórsson, sem var bæði sinnugur og margfróður um Dublin og Írland. Samdóma álit ferðafélaganna var að þessi ferð hefði í alla staði tekist mjög vel og hvergi hljóp snurða á þráðinn. Þá var ekki verra að veðrið lék við ferðalangana allan tímann.

  Bændaferðir og Jón Baldvin fararstjóri okkar fá bestu þakkir fyrir vel heppnaða ferð.

  Myndir: Kristján Sigfússon

  Lesið 96 sinnum

Viðburðir

Jólafundur á Grand hóteli

Jólafundur á Grand hóteli

Fréttir

Jólafundur FEK var haldinn á Grand hóteli 7. desember 2019. Fundurinn hófst á félagsvist eins og venjulega og spilað var…

Lesa meira...
Fundargerð aðalfundar FKE 2019

Fundargerð aðalfundar FKE 2019

Aðalfundir

Aðalfundur FKE 6. apríl 2019 Aðalfundur FKE var haldinn á Grand hóteli 6. apríl 2019, eftir að spiluð hafði verið…

Lesa meira...
Írlandsferð FKE

Írlandsferð FKE

Fréttir

Þrjátíu og sex manns tók þátt í ferð FKE til Dublin og um Vestur-Írland, sem Bændaferðir tóku að sér að…

Lesa meira...
Ferð á Norðausturland í ágúst 2019

Ferð á Norðausturland í ágúst 2019

Fréttir

Um miðjan ágúst skelltu glaðir kennarar á eftirlaunum sér í 3ja daga ferð norður. Farið var í Ásbyrgi, Goðafoss , Þorgeirskirkju…

Lesa meira...
Dagsferð í Stykkishólm

Dagsferð í Stykkishólm

Fréttir

Að morgni 18. júlí lagði vaskur hópur félagsmanna af stað, ekið var sem leið lá í gegnum fagrar sveitir landsins…

Lesa meira...
Göngur í maí

Göngur í maí

Fréttir

Þann 6. maí var gengið um Elliðaárdalinn og gengnir stígar í skóginum í miðjum dalnum.  Það hafði rignt um morguninn…

Lesa meira...
Hátíðarfundur 2. mars 2019

Hátíðarfundur 2. mars 2019

Fréttir

Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var…

Lesa meira...
Gönguferðir

Gönguferðir

Viðburðir

Fyrsta ganga var mánudaginn 1. okt. kl. 13:30. Ákveðið hefur verið að ganga einu sinni í viku, ca. klukkutíma í senn…

Lesa meira...
Þórsmerkurferð 18. júlí

Þórsmerkurferð 18. júlí

Þórsmerkurferð 18. júlí. Brottför í Þórsmerkurferð 18. júlí er frá bílaplani við Olísstöðina í Norðlingaholti (við Rauðavatn), en ekki frá BSÍ, vegna þrengsla þar.…

Lesa meira...

Á döfinni

 • Gangan 9. 12.
  Gangan 9. 12.

  Við mætum á Umferðamiðstöðina klukkan þrettán og göngum um Hljómskálagarðinn, umhverfis Tjörnina og kaffi á Umferðamiðstöðinni, sem ég held að hafi opnað að nýju.

  Bestu kveðjur, Pétur

  Lesið 4 sinnum
 • Grandfundur 7. desember
  Grandfundur 7. desember

  Næsti fræðslu- og skemmtifundur FKE,  jólafundur, verður haldinn n. k.  laugardag, 7. desember á Grand hóteli við Sigtún.

  Fundurinn hefst kl 13:30 með því að spiluð verður félagsvist, þá verður kaffi og síðan mun Ekkó-kórinn syngja. Eftir söngstund mun Pétur Bjarnason lesa upp úr nýútkominni bók sinni.

  Lesið 14 sinnum
 • Ganga á morgun 4. nóv.
  Ganga á morgun 4. nóv.

  Nú mætum við á bílastæðið við Nauthól í Nauthólsvík  kl. 13:00 og göngum þaðan í vesturátt.
  Kaffi á Nauthól á eftir.

  Lesið 59 sinnum
 • Grandfundur 2. nóvember
  Grandfundur 2. nóvember

  Laugardaginn, 2. nóvember verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði og hefst kl. 13:30

  Spiluð verður félagsvist og Grandveisla á eftir með kaffi og  góðu meðlæti.

  Guðmundur Kristmundsson  verður með innlegg eftir kaffið  sem hann kallar Saga úr skóla og nokkur ljóð.

  Verðið er það sama og fyrr, kr. 2.500.

  Mætum vel og skemmtum okkur saman.

  Stjórn FKE.

  Lesið 62 sinnum
 • Gönguferðir
  Gönguferðir

  Gönguhópurinn tekur til starfa mánudaginn 7. október. kl. 13:00 og þá kemur hópurinn saman við bílastæðið í Suðurhlíðum í Fossvogi. Kaffi verður á eftir í Bakarameistaranum, Austurveri. Gangan verður alltaf á mánudögum kl. 13:00. Eins og í fyrra verður netfangalisti notaður og tilkynnt um næsta göngustað með netpósti, yfirleitt á laugardag og nýir félagar ávallt velkomnir. 

  Göngustjórar verða fyrst um sinn Pétur Bjarnason og Valborg Baldvinsdóttir. Netfang Péturs er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími 892 0855. Sími og netfang Valborgar er á lista yfir stjórnarmenn aftast í Fréttabréfinu.
  Ef eitthvað er óljóst þá skrifið eða hringið.

  Lesið 101 sinnum