Forsíða

Innskráning

Nýskráning

Fréttir

 • Gangan 1. apríl

  Í göngu FKE 1.4. s.l mættu alls 14. Gengið var frá Suðurhlíðum út í Nauthólsvík í dásamlegu veðri og fylgst með sjósundfólki. Kaffi í Bakarameistaranum í Austurveri á eftir.

  Myndir: Pétur Bjarnason

  Lesið 16 sinnum
 • Gangan 25. mars

  Þann 25. mars var gengið um Fossvogsdalinn.

  Gangan er talin sú lengsta sem hópurin hefur gegnið í senn fram til þessa, því 5,6 km voru lagðir að baki á klukkutíma og tíu mínútum.

  Í leiðbeiningum sem gefnar voru til að finna  bílastæðið í Fossvogi var nefnd leiðin niðureftir, stundum kölluð Milli lífs og dauða.

  Einn göngumanna, Skarphéðinn Guðmundsson, Siglfirðingur laumaði vísu til göngustjóra:

  (Hugsað til Lykla-Péturs)

  Viljum með Pétri gjarnan ganga

  um göngustíga næstum auða.

  En skrítið er líka að langa

  á leið milli lífs og dauða.

  Myndir: Pétur Bjarnason

  Lesið 24 sinnum
 • Sjóminjasafnið 13. mars

  FKE stóð fyrir ferð í Sjóminjasafnið 13. mars s.l.

  Milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu í afar fróðlega og skemmtilega ferð.

  Vegna þessa  fjölda var hópnum skipt, fór helmingur um safnið fyrst og hinn helmingurinn skoðaði varðskipið Óðin undir mjög góðri leiðsögn Pálma Hlöðverssonar, fyrrum stýrimanns og skipherra þar.

  Á safninu vöktu athygli fjölbreyttir möguleikar með aðstoð margmiðlunar og fornleifarannsóknir fyrir ströndum landsins.

  Síðan skiptu hóparnir.

  Þessi heimsókn þótti afar vel heppnuð og svo voru menn áhugasamir að myndatökur gleymdust með öllu, en tvær eru látnar fylgja af heimasíðu safnsins.

  Lesið 23 sinnum
 • Gangan 11. og 18. mars

  Gangan 11. mars var frá Gróttu og gengið umhverfis golfvöllinn í hvössu en þurru veðri.

  Engin myndataka varð í þeirri göngu, sem var nokkuð fjölmenn.

  Gangan 18. mars var frá Olísstöðinni í Norðlingaholti.

  Gengið var að Rauðavatni og um skóginn í nágrenninu, en vegna veðurskilyrða og aurbleytu var ákveðið að fresta göngu umhverfis vatnið.

  Tíu mættu í gönguna og kaffi var í Olísstöðinni á eftir.

  Myndirnar tilheyra þessari göngu.

  Myndir: Pétur Bjarnason

  Lesið 28 sinnum
 • Hátíðarfundur 2. mars 2019

  Hátíðafundurinn var haldinn laugardaginn 2. mars s.l. á Grand Hótel. Vegna góðrar aðsóknar, en um 110 manns sóttu fundinn, var hann færður upp á fjórðu hæð í glæsilegan sal með útsýni nánast allan hringinn. Meðal skemmtiatriða var söngur Ekkókórsins, sem einnig minntist látins formanns, Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur sem lést í fyrri viku, og söng kórinn fallegt lag í minningu hennar.

  Þá var Hundur í óskilum á svæðinu og heillaði fundargesti með list sinni, sem er sérstæð og óvenjuleg, en alltaf skemmtileg..

  Ýmislegt fleira smálegt var á dagskránni og mjög góðar veitingar. Almennt virtust gestir afar ánægðir með þennan fund og viðurgjörning þar.

  Myndir: Halldór Þórðarson

  Lesið 42 sinnum

Viðburðir

Vetrarstarfið hafið

Vetrarstarfið hafið

Viðburðir

Félags- og fræðslufundur verður á Grand Hótel 6. október kl. 13:30.Þar verður dagskrá vetrarins kynnt, sagt og sýnt frá ferðum…

Lesa meira...
Gönguferðir

Gönguferðir

Viðburðir

Fyrsta ganga var mánudaginn 1. okt. kl. 13:30. Ákveðið hefur verið að ganga einu sinni í viku, ca. klukkutíma í senn…

Lesa meira...
Félagsvist og bridds í vetur

Félagsvist og bridds í vetur

Viðburðir

Við höfum leigt sal á annarri hæð í skátaheimilinu Vífilsfelli (Jötunheimar)í Garðabæ. Húsið er við Bæjarbraut. Frá Hafnarfjarðarvegi er ekið…

Lesa meira...
Þórsmerkurferð 18. júlí

Þórsmerkurferð 18. júlí

Þórsmerkurferð 18. júlí. Brottför í Þórsmerkurferð 18. júlí er frá bílaplani við Olísstöðina í Norðlingaholti (við Rauðavatn), en ekki frá BSÍ, vegna þrengsla þar.…

Lesa meira...
Fundargerð aðalfundar FKE 2017

Fundargerð aðalfundar FKE 2017

Aðalfundir

Fundargerð aðalfundar FKE 2017Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík að lokinni dagskrá á hefðbundnum…

Lesa meira...

Á döfinni

 • Aðalfundur FKE 6. apríl 2019

  Stjórnarkjör á aðalfundi FKE 6. apríl, 2019
  Í stjórn FKE eru nú: Pétur Bjarnason, formaður, Guðmundur Kristmundsson, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Halldór Þórðarson, Kristín Ísfeld, hefur starfað sem staðgengill Kristjáns Sigfússonar, sem þurfti að láta af störfum, Marta Sigurðardóttir, og Sigurlín Sveinbjarnardóttir.
  Pétur Bjarnason lætur af starfi formanns eftir sex ára stjórnarsetu, þar af tvö sem formaður FKE.
  Formaður er kosinn til eins árs.
  Tillaga stjórnar í embætti formanns: Marta Sigurðardóttir, sem nú er í stjórn FKE.
  Þeir tveir stjórnarmenn sem kosnir voru til tveggja ára í fyrra hafa báðir óskað að láta af störfum.
  Aðrir stjórnarmenn sem óska endurkjörs voru kosin til eins árs í fyrra, þannig að kjósa þarf nú um alla stjórnarmenn.
  Tillaga stjórnar FKE að stjórnarfólki er eftirfarandi:
  Í aðalstjórn:
  Kosin til tveggja ára: Guðmundur Kristmundsson og Kristín Ísfeld.
  Kosin til eins árs: Halldór Þórðarson og Guðrún Erla Björgvinsdóttir.
  Í varastjórn til eins árs: Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir.

  Tillaga stjórnar um skoðunarmenn reikninga: Egill Sigurðsson og Þorvaldur Jónasson.

  Lesið 24 sinnum
 • Hátíðarfundur 2. mars

  Stjórn FKE minnir á hátíðarfundinn á Grand hótel 2. mars kl. 13:00 stundvíslega. Ath.: Þetta er hálftíma fyrr en venjulega vegna matarins, en það verður vel útilátinn brunch að hætti Grand.

  Verð kr. 3.000

  Meðal skemmtiatriða verður Ekkókórinn með glænýja og skemmtilega söngskrá og Hundur í óskilum skemmtir okkur með sínum hætti og léttir okkur lundina. Svo er aldrei að vita hvað ber til annað.

  Skráið þátttöku með netpósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að tryggja ykkur pláss, helst fyrir 25. þ.m. eða hafið samband við stjórnarmenn FKE.

  Stjórn FKE.

   

  Lesið 34 sinnum
 • Grandfundur laugardaginn 2. febrúar

  Næsta laugardag, 2. febrúar verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði og hefst kl. 13:30

  Spiluð verður félagsvist og Grandveisla á eftir með kaffi og  góðu meðlæti.

  Pétur Bjarnason, formaður FKE verður með innlegg eftir kaffið þar sem hann segir frá arnfirskum alþýðufræðimanni, Ingivaldi Nikulássyni og nokkrum af verkum hans.

  Verðið er það sama og fyrr, kr. 2.000.

  Mætum vel og skemmtum okkur saman.

  Stjórn FKE.

  Lesið 43 sinnum
 • Grandfundur FKE á laugardag

  Stjórn FKE sendir félögum sínar bestu nýársóskir með þökk fyrir liðið ár.

  Næsta laugardag, 5. janúar, verður fundur á Grand Hóteli með hefðbundnu sniði að nýju.

  Spiluð verður félagsvist og hin flotta stórveisla Grand þar á eftir með kaffi og kruðiríi.

   Kristján Gíslason, sem einnig hefur verið nefndur „Hringfarinn“, mun segja frá ferð sinni umhverfis hnöttinn og sýna jafnframt myndir frá ferðinni.

  Verðið er það sama og verið hefur frá árinu 2016, kr. 2.000.

  Það er stjórn FKE ánægjuefni að bjóða upp á þessa fundi að nýju eftir tilraunaverkefni haustsins, þar sem reynt var að koma til móts við vilja félagsmanna.

  Ef félagsmenn vita af öðrum sem ekki eru nettengdir þá vinsamlegast látið vita af fundinum.

  Mætum vel og skemmtum okkur saman á nýbyrjuðu ári.

  Stjórn FKE

  Lesið 74 sinnum
 • Breytingar á dagskránni í vetur

  Frá stjórn FKE.

  vist 01Bridge 7. 21. 11.
  Fyrri myndin er frá félagsvist 7. 11. en hin frá briddsdegi 21. 11. 

   Félagsvist, sem átti að vera 6. desember fellur niður. Sömuleiðis fellur niður bridds sem  var áformað þann 19. desember.

  Ástæðurnar eru ónóg þátttaka í báðum þessum viðburðum. Því verður ekki spilað á áformuðum dögum eftir áramót.

  Ný áform verða kynnt í fréttabréfi í janúar.

  Gönguhópurinn mun halda sínu striki og ganga 10. og 17. desember en svo verður gert hlé fram til mánudagsins 7. janúar.

  Bestu jóla- og nýársóskir til ykkar allra með þökk fyrir samstarfið á árinu.

  Lesið 138 sinnum